17.3.2009 | 22:22
Tillögur ríkisstjórnarinnar
Af hverju er ekki verið að rökræða efnahagslegar tillögur ríkisstjórnarinnar í fréttatímum, fréttaskýringaþáttum ,á Alþingi eða á kaffistofum?
Man einhver eftir hverjar þessar tillögur eru?
Húsráð Tryggva Þórs þykja vond | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
haha mikið rétt :)
AtliB, 17.3.2009 kl. 23:40
Sæll
undanfarna 40 daga eða svo hefur ríkisstjórnin unnið samhvæmt verkefnaskrá sinni og samþykkt lagafrumvörp og samþykktir um þessi mál.
Greiðslujöfnun, stöðvun nauðungarsölu, greiðsluaðlögun, útgreiðsla séreignasparnaðar, 2 milljarðar í auknar vaxabætur, innleðing greiðsluvandaúrræði Íbúðalánasjóðs hjá öðrum fjármálastofunum... allt eru þetta mál sem snúa beint að vanda heimilanna.
Margt, margt fleira mætti telja, t.d. 6000 ný störf samhvæmt sérstakri áætlun, endurskipulagningu Seðlabanka, uppbyggingu bankakerfisins, samninga við erlenda lánadrottna ofl. Staðreyndin er sú að flest það sem upp var lagt með hefur nú verið afgreitt í ríkisstjórn og bíður samþykktar þingsins.
Ég hvet þig til að kynna þér það - daglega eru aðgerðir ríkisstjórnarinnar uppfæðar á meðfylgjandi slóð á islandi.is
Þar finnur þú hinsvegar ekki tillögu um ný 800 milljarða útgjöld ríkissjóðs, aðalega til að greiða niður skuldir fyrirtækja. 20% tillagan er nefnilega tillaga um einhverja stærstu eignatilfærslu líðveldisins, frá einstaklingum til fyrirtækja.
Kveðja góð,
Hrannar Björn Arnarsson, 18.3.2009 kl. 10:19
Sæll Hrannar og takk fyrir þetta,
Mjög gott að geta kynnt sér þetta á netinu.
Ég er fjarri því að vera einhver meðmælandi eignatilfærslna og/eða 20% afskrifta skulda. Samkvæmt þessum tillögum sem þú nefnir stefnir ríkisstjórnin á miklar eignatilfærslur.
Einnig vil ég benda á að ríkið býr ekki til nein störf með því að taka peninga af einstaklingum og fyrirtækjum með sköttum. Það skapar atvinnu að einstaklingar geti keypt vörur og þjónustu í stað þess að greiða fyrir ný störf hjá ríkinu og eins þurfa fyrirtæki peningana sína til að geta haft fólk áfram í vinnu.
Oddgeir Einarsson, 19.3.2009 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.