Tími Alþingis

Mikið var nú fussað og sveiað á Sigurð Kára Kristjánsson þegar fyrir lá á þinginu frumvarp hans og annarra þingmanna um að afnema einkasölurétt ríkisins á áfengi í miðri efnahagskreppunni. Þá var að ræða prinsippmál sem tekið var af dagskrá til að sinna brýnni málum, þ.e. efnahagsvandanum.

Nú er komið fram annað prinsippmál sem sumir telja réttlætismál en aðrir óréttlætismál, líkt og með áfengisfrumvarpið. Hvorugt málanna hefur neitt með efnahagshrunið að gera.

Af hverju telja sumir þingmenn að tíma Alþingis sé nú best verið í að ræða mál sem koma efnahagshruninu lítið sem ekkert við á meðan slíkt var ómögulegt fyrir skemmstu?


mbl.is Ísland ríður á vaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

svipting á frelsi!

Pjétur (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 17:22

2 Smámynd: Meinhornið

Forsjárhyggjupúrítanarnir eru búnir að safna í langan óskalista á sinni eyðimerkurgöngu og þeir ætla sér að nota það tækifæri sem þeir hafa núna vegna einstakra efnahagsaðstæðna til þess að þröngva honum öllum ofan í kokið á landsmönnum.

Vertu bara feginn að þeir skuli ekki leggja í að banna bjórinn aftur!

Meinhornið, 18.3.2009 kl. 17:41

3 Smámynd: Halla Rut

Það er ekki sama hver.

Halla Rut , 18.3.2009 kl. 17:42

4 identicon

Við verðum að stöðva þessar feminista konur.  Ísland verður eina landið í allri Evrópu þar sem að nektardansmeyjar fá ekki vinnu.

Samkvæmt þessu frumvarpi mega nektardansmeyjar ekki koma til Íslands og starfa við sína starfsemi.

Þvílíkt fríríki sem Ísland er.  Eða hitt þó heldur.

Þetta verður til þess að ég mun ekki kjósa Vinstri græna eða Samfylkingu.

Vonandi tekkst Sjálfstæðisflokknum að stöðva þetta.  Þá mun ég örugglega kjósa þá.

Í mínum huga er þetta prinsipp mál um frelsi frekar en nekt.

Gunnar (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 18:16

5 identicon

Kemur hruninu ekkert við? Kreppa er sá tími sem fólk í neyð leitar sér lausna og er vændi eitt þeirra. Það er auðvelt að misnota sér bága aðstöðu fólks undir þessum kringumstæðum. Víst er þetta mikilvægt mál akkúrat núna.

linda (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 20:16

6 identicon

Gunnar, frelsið þitt til að góna upp í leggöng kvenna í neyð? Vonandi áttu ekki dóttur.

linda (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 20:17

7 identicon

Nei Linda það er ekki það sem ég á við.   þú ert að misskilja umræðuna.

Gunnar (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 20:42

8 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Skyldi fólk almennt hugsa um hversu rökrétt það er að banna hlut A af því að hann tengist oft hlut B sem tengist oft hlut C?

Sagt er að nektarstaðir tengist oft vændi og vændi tengist oft mansali. Mansal er á mannamáli þrælahald á konum sem að sjálfsögðu er refsivert rétt eins og þrælahald á börnum.

Nú ber talsvert á því að börn séu látin vinna í vefnaðarvöruverksmiðjum á Indlandi og er það sannkallað þrælahald þar sem gert er út á neyð barnanna og fjölskyldna þeirra. Á af þessum sökum að banna heila atvinnugrein í landinu, vefnaðarvöruframleiðslu, eða á að banna þrældóminn og reyna að uppræta hann?

Oddgeir Einarsson, 19.3.2009 kl. 10:59

9 identicon

Ég skil ekki rök Lindu nógu vel.

"Kemur hruninu ekkert við? Kreppa er sá tími sem fólk í neyð leitar sér lausna og er vændi eitt þeirra ...  Víst er þetta mikilvægt mál akkúrat núna. "

Er það ekki einmitt einn af öngum málsins, er rétt að loka leiðum fyrir fólk í neyð til að framfleyta sér og koma sér út úr erfiðustu fjárhagserfisleikunum? Hver erum við í hlýjum og upphituðum heimkynnum að banna fólki að bjarga sér og húsum sínum, ef það kýs að gera svo af fúsum og frjálsum vilja?

Linda (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 17:29

10 identicon

Góðan Dag hér.

Já meiningin er góð líklega.  Það að fólk skuli leita í vændi í neyð sinni segir mér að vandamálið liggi ekki í vændinu sem slíku heldur í hinu félagslega kerfi.  Hjálpina er greinilega ekki að fá þar.

Áfengisbannið í bandaríkjunum þar sem kaup og sala áfengis var bönnuð varð til þess að færa kaup og sölu áfengis undir glæpaflokka og skapa þar með glæpamönnum alveg gríðarlegar tekjur. 

Reikna má með að sama gerist með vændi undir þessum nýju lögum.  Þetta færir tekjur til glæpahópa.  Vegna þess að ekki er þorandi fyrir leikmenn að gera viðskiptin nema fyrir tilstuðlan glæpona vegna hættu á ákæru.  Að komast í viðskiptin gegnum undirmálsmenn tryggir að viðskiptin séu ekki "under cover" aðgerð lögreglu eða DV.

Þetta er afturför að mínu mati og menn geta rétt ímyndað sér þá aðstöðubreytingu sem konurnar verða fyrir.

Svona frumvarp nánast tryggir aðkomu þriðja aðila að vændi í öllum tilfellum.

Árni (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband