Nákvæmlega

Fannst líka rosalega leiðinleg fyrirlitningin gagnvart körlum um daginn þegar myndin af Pútín berum að ofan gekk eins og eldur í sinu um netið. Hef verið hálf lítill í mér síðan.


mbl.is Hvað er þetta annað en kvenfyrirlitning?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jebb... ég er sjálfur enn ekki búinn að ná mér síðan ég sá mynd af Beckham á Armani nærfötum um daginn.

Nærfötin tengdust engan veginn fréttinni, en samt var myndinni skellt með. =(((((

Mætti halda að fréttamann líti á karlmenn sem ekkert nema kynlífsleikföng fyrir kvenmenn. Karlfyrirlitningin í hæstu hæðum.

Árni (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 18:01

2 identicon

Þið eruð náttúrulega að taka á þessari frétt með viðhorfi karlmanna :D en þessi grein sló alveg strengi hjá mér konunni, en ég er ofsalega þreytt á þessum fréttum á vísi.is sem fjalla ekki um annað en líkama kvenna hversu fallegur eða sjúskaður hann er (fer eftir hverja er verið að skrifa um).

Ég veit þó að það er kona sem skrifar fréttirnar á þessum miðl, en fyrirlitning er þetta samt og í raun verið að hamra það inn hversu mikilvægt það er að vera fullkomin kona í þjóðfélagi nú á tímum og ekkert karlarnir þar á ferð frekar en konur.

Allaveganna þá er það mín skoðun að svakalega eru þetta ömurlegar fréttir og viðurkenni ég að þær eru mikið skárri á mbl.is

Kristín Björnsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 18:32

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég veit ekki hvort þetta er fyrirlitning eða vanlíðan.  Mér finnst þetta oft lýsa mikilli vanlíðan.  T.d. að draga fram mynd af berfættri konu sem var skítug á tánum!  Það hefði verið óeðlilegt, ef hún hefði ekki verið skítug.

Mér finnst verst með visir.is, að maður getur ekki sleppt því að skoða þennan sóðaskap, sem dálkurinn fólk er.  Nei, honum er troðið næst efst á síðuna og vilji fólk fletta niður í aðrar fréttir, þá er eina leiðin að renna framhjá þessu bulli.

Marinó G. Njálsson, 20.10.2009 kl. 18:38

4 identicon

Fáránlegar greinar um þessar svokölluðuð frægu konur.  En Kristín hvar eru þessar fullkomnu konur???...maður rekst ekki á þær!!...ekki frekar enn fullkomna karla...

itg (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 18:45

5 identicon

akkúrat itg það er ekki hægt aðstandast kröfur um þennan ímyndaða fullkomleika, flestar konur hafa slit, eru þreyttar og pínu sjúskaðar annað slagið, of þungar eða mjóar, of þetta eða of hitt en það breytir samt ekki þrá okkar að vera fullkomin, punkturinn er svona fréttir hjálpa ekki beint....

Kristín Björnsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 19:02

6 identicon

Þessar "fréttir", ef hægt er að kalla þær það, segja meira um óöryggi þeirra sem að skrifa þær en konur almennt. Finnst sorglegast að ungar stúlkur lesa þetta og sjá eðlilegar konur dæmdar með appelsínuhúð, ljótar tær, slappa húð, hrukkur og ég veit ekki hvað og hvað og þetta gerir ekkert annað en að brengla sjálfsmynd stelpna.

linda (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 20:32

7 identicon

Ég varð ótrúlega glöð þegar ég sá þessa frétt. Hef verið að velta þessum "fréttum" fyrir mér undanfarið. Hvað með nafla Kate Hudson?  Jú, hún er með nafla eins og við hin, hverjum kemur við hvernig hann lítur út. "Fór ómáluð út í búð"..... so.... ég geri það oft. Þetta blessaða fræga fólk er jú bara fólk eins og við hin. Ekki alltaf alla daga í toppformi.

Er sammála Marinó með staðsetninguna á þessum "ekki fréttum" á vísi.is, þú kemst ekki hjá því að sjá þær nema hreinlega hætta að lesa þessa síðu.

Vona að þessi umræða verði til þess að visir.is slaki aðeins á. Textarnir sem fylgja þessu myndum eru oft ótrúlegir að lesa, sammála greinarhöfundi um kvenfyrirlitninguna.

Heiða (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 11:39

8 identicon

það er nú meira um karlfyrirlitningu á vísi akkúrat núna. Samkvæmt kvenrembuskylgreiningum á fyrirlitningu. Sem sagt ef fjallað er um konu í slúðurblaði þá er það fyrirlitning, jafnvel þó það sé verið að hrósa útliti hennar.

Viggo kallinn er sjálfsagt hágrátandi af því að hann var kallaður sykurpúði

Óli (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 14:50

9 identicon

Eitt annað, þið sem eruð að væla yfir fyrirlitningu. Viljið þið virkilega að einhver nefnd eða embættismaður frá ríkinu ritskoði fjölmiðla??? Þetta er jú bara það sem fólk vill lesa.

Óli (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband