23.12.2007 | 20:17
Sjálfstæðisflokkurinn
Tók út þessa gömlu færslu þar sem mér fannst eigin fullyrðingar um spillingu í Sjálfstæðisflokknum ganga helst til of langt til að ég gæti staðið á því að verja þau. Til upprifjunar þá varðaði þetta ráðningu Þorsteins Davíðssonar. Ég var ósammála því að þessi ráðning hefði verið lögmæt, m.a. í ljósi lögbundins álits hæfisnefndar. Í stað þess að þurfa að hafa óvarlega ummæli mín fyrir allra augum í mörg ár á eftir ákvað ég að taka þau bara út núna þrátt fyrir að ólíklegt sé að fólk sé að lesa gamlar bloggfærslur mínar.
22.04.09
Bestu kveðjur,
Oddgeir.
Bloggar | Breytt 22.4.2009 kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
19.12.2007 | 18:33
Tvöfalt siðgæði?
![]() |
Sektaður fyrir að skilja tvo kisa eftir í óvissu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.12.2007 | 09:01
Landakort handa unglingum
Nýtt og afar handhægt landakort fyrir unglinga er komið á markaðinn.
Eru foreldrar hvattir til að gefa unglingum það í jólagjöf.
Kortið veitir 300 kr. afslátt á hvern keyptan lítra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.12.2007 | 17:01
Svartur húmor
Maðurinn sem fréttin fjallar um þykir almennt hafa mjög heimskulegar skoðanir. Hann telur svertingja vitlausari en hvítingja. Nú þegar staðfest er að hann sé í raun af Afríkumönnum kominn hlýtur hann að fagna því að vera sjálfur lifandi vísbending um réttmæti eigin staðhæfinga.
![]() |
Nóbelsverðlaunahafi með svört gen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
9.12.2007 | 20:28
Bylting í samskiptum
Fyrsti leiðtogafundur Afríku- og Evrópuríkja í sjö ár fer nú fram í Lissabon í Portúgal.
Forsætisráðherra Portúgals lét hafa það eftir sér að ráðstefnan boðaði nýjan kafla í samskiptum álfanna. Þeir sem til álfanna þekkja vita að litlar sem engar breytingar hafa átt í samskiptum þeirra á millum í hundruðir ára og þykir yfirlýsing Portúgalanna því mikil tíðindi.
Ekki hefur enn náðst í Magnús Skarphéðinsson vegna málsins.
![]() |
Flókin mál rædd í Lissabon |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.12.2007 | 22:11
Hver veit hvað er barni fyrir bestu?
Umræðan um presta í skólum hefur sýnt að fólk hefur mjög sterkar skoðanir á því hvernig uppeldi barna þeirra eigi að vera og þar með hvernig skólastarfinu sé háttað. Rifist er um hvernig lög um grunnskóla séu orðuð og hvort kristið siðgæði eigi að vera lögbundið fyrir allt skólastarf.
Einfaldasta leiðin er sú að viðurkenna rétt foreldra til að haga uppeldi barna sinn á þann hátt sem þau telja að hæfi því best, svo lengi sem það sé ekki sannanlega skaðlegt barninu og heilsu þess.
Í því felst að foreldrar eigi að fá að velja hvernig skóla þeir setja barn sitt í. Þá gætu sumir foreldrar valið skóla þar sem kristið siðgæði og trúarstarf væri stór hluti starfsins. Aðrir foreldrar gætu valið skóla þar sem mannleg samskipti og virðing fyrir einstaklingnum yrðu kennd. Og svo framvegis. Kennsluskrá yrði samin af hverjum skóla en ekki embættismönnum.
Hver veit best hvernig skóli hentar best barninu þínu, þú eða alþingismenn eða embættismenn úti í bæ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
3.12.2007 | 18:43
Klám
![]() |
VG mótmælir harðlega frumvarpi um þingsköp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.12.2007 | 19:39
Af trúmálum
Biskup og prestar Þjóðkirkjunnar, sem og aðrir talsmenn hennar, beita gjarnan þeirri röksemd að mikill meirihluti landsmanna sé skráður í Þjóðkirkjuna þegar talið berst að réttmæti þess að Þjóðkirkjunni sem tryggður með lögum stuðningur frá þeim sem ekki eru í þeim söfnuði. Við þennan málflutning hef ég ýmislegt að athuga, m.a. þetta:
1. Ástæða þess að 80-90% landsmanna eru skráðir í Þjóðkirkjuna er sú að þeir eru sjálfkrafa skráðir í hana við fæðingu.
2. Barn sem skráð hefur verið í Þjóðkirkjuna getur ekki gengið úr henni fyrr en það verður fullorðið, sem er samkvæmt lögum við 18 ára aldur. Aldrei er þó vakin athugli á þessu og þarf viðkomandi að fara niður á Þjóðskrá og fylla út eyðublað til þess að framkvæma úrskráninguna.
3. Sá stóri hópur fólks sem er slétt sama um skráningarstöðu í Þjóðkirkjuna hefur engan hvata til að ómaka sig við að skrá sig úr kirkjunni. Ástæðan er sú að þeir sem ekki eru í neinu trúfélagi þurfa að greiða sama gjald og safnaðarmeðlimir trúfélaga til síns trúfélags. Eina breytingin er að gjaldið rennur til Háskóla Íslands. Þar af leiðandi greiðir fólkið að hluta til til guðfræðideildar. Nám við guðfræðideild er skilyrði þess að vera prestur Þjóðkirkjunnar. Þannig niðurgreiða þeir sem eru utan trúfélaga prestnám umfram þá sem eru í Þjóðkirkjunni. Það er ekki ýkja góður kostur fyrir þá sem vilja verja peningum sínum í annað en uppbyggingu Þjóðkirkjunnar.
4. Ef svona yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill vera í Þjóðkirkjunni, eins og talsmenn Þjóðkirkjunnar stagast á, hvers vegna þarf þá að neyða þessi 10-20% til að taka þátt í áhugamáli meirihlutans? 80-90% þjóðarinnar hljóta að geta rekið sína eigin kirkju á mannsæmandi hátt án þess að blanda öðrum í það mál.
= Ég legg til að þjóðkirkjan öll lög og reglur um trú manna verði afnumdar fyrir utan ákvæði stjórnarskrár um trúfrelsi. Þá geta allir trúað því sem þeir vilja og stofnað þau félög sem þá lystir án þess að blanda öðrum í þau mál.
Bloggar | Breytt 3.12.2007 kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)