Svartur húmor

Maðurinn sem fréttin fjallar um þykir almennt hafa mjög heimskulegar skoðanir. Hann telur svertingja vitlausari en hvítingja. Nú þegar staðfest er að hann sé í raun af Afríkumönnum kominn hlýtur hann að fagna því að vera sjálfur lifandi vísbending um réttmæti eigin staðhæfinga.


mbl.is Nóbelsverðlaunahafi með svört gen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sagði það aldrei: "I cannot understand how I could have said what I am quoted as having said.

 http://en.wikipedia.org/wiki/James_D._Watson

Bjarki (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 17:46

2 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Takk fyrir þennan fróðleik Bjarki. Eyðileggur reyndar djókið en gott að frá leiðréttingar á því sem haldið er fram í fréttum.

Oddgeir Einarsson, 11.12.2007 kl. 18:11

3 Smámynd: Zaraþústra

Oddgeir, ég myndi nú ekki taka því sem Bjarki segir gagnrýnislaust. Hann sagði það sama á blogginu mínu en ég sé enga ástæðu til að taka þetta alvarlega.  Af hverju ætti eitt virtasta tímarit Bretlands að ljúga upp á gamlan mann þegar þeir eru að taka viðtal út af bók sem hann var að skrifa?  Takmarkið getur varla hafa verið að sækjast eftir fleiri lesendum enda Sunday Times mest lesna sunnudagsrit í Bretlandi, þetta er m.ö.o. ekki Séð og heyrt.  Einfaldasta útskýringin er einfaldlega að Watson hafi ekki gætt að sér enda þekktur fyrir að tala opinskátt um allt tengt erfðafræði.  Hvort er nú líklegra spyr ég?  Það má vel vera að hann hafi ekki ætlað sér að segja þetta svona og það er skiljanlegt að hann reyni að halda andliti með því að neita sök.  Ég virði þennan mann sem vísindamann og tek tillit til þess að mönnum getur förlast í ellinni.  Meira hef ég ekki um það að segja.

Zaraþústra, 11.12.2007 kl. 22:25

4 identicon

Ég vil segja að allir þeir sem eru vitlausir og segja vitleysu og einnig þeir sem segjast vera öðruvísi, þá víl ég upplýsa hér á þessari síðu að við erum allir komnir frá Afríku. Genatískar rannsóknir hafa sínt að ættfeður hvítra,svartra og gula koma frá Afríku.

Þess vegna ættum við að fagna vitleysunni hjá okkur öllum og tala í kross við hvorn annan.

Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 22:40

5 identicon

Fyrir hvað fenguð þið nóbelsverðlaun strákar?

Genepack (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 23:31

6 identicon

Þú, aumur lögmaður á Íslandi, kallar James Watson, þann sem uppgötvaði byggingu DNA, doktor í sameindalíffræði og nóbelsverðlaunahafa, heimskan?

Afsakið mig meðan ég hlæ mig í hel.

Beggi (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 03:09

7 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Já á einhvern fáránlega mótsagnalegan hátt hefur maðurinn sennilega hitt naglan á höfuðið! Sennilegasta niðurstaðan af þessu er sú að við erum öll jafn vitlaus

Þór Ludwig Stiefel TORA, 12.12.2007 kl. 09:01

8 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Til Begga: Ég sagði að maðurinn teldist almennt hafa heimskulegar skoðanir. Það segir hvorki neitt um hvað mér þyki um skoðanir hans né hvort þær séu í raun heimskulegar. Ég mæli með að þú finnir þér betra tækifæri til að koma þér til heljar.

Oddgeir Einarsson, 12.12.2007 kl. 11:17

9 Smámynd: Kári Harðarson

Ekki í fyrsta sinn sem Mogginn kemur með hálfkláraða frétt.   Hér er það sem Watson skrifaði og olli öllu fjaðrafokinu:

"there is no firm reason to anticipate that the intellectual capacities of peoples geographically separated in their evolution should prove to have evolved identically. Our wanting to reserve equal powers of reason as some universal heritage of humanity will not be enough to make it so."

Sá sem kenndi mér línulega algebru í háskóla var svartari en kolamoli og hann var ekki vitlaus nema síður sé.

Samkvæmt bókinni "The Bell Curve" sem olli fjaðrafoki á sínum tíma, var meðalgreind svartra lægri en vesturlandabúa, en þeir höfðu svo lægri meðalgreind en asíubúar.  Hins vegar eru öll greindarpróf afsprengi menningarinnar sem býr þau til svo umræðan er næsta tilgangslítil.

Konur fara ekki í tölvunarfræði einhverra hluta vegna og sumir freistast til að álykta að þær séu  öðruvísi en strákar að því leyti að þeim hætti síður til að verða nördar.  Samkvæmt pólitískum rétttrúnaði má varla halda þessu fram.  Greind kvenna verður að vera nákvæmlega eins og greind karla, af því bara!

Kári Harðarson, 14.12.2007 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband