18.12.2008 | 14:01
Jafnræði takk
Ég hlustaði á tvo talsmenn mótmælendanna í Fjármálaeftirlitinu í morgun hjá Arnþrúði Karlsdóttur á Útvarpi sögu beint í kjölfarið á mótmælunum. Þegar talið barst að eignaspjöllum á eigum ríkisins, þ.e. rúðubroti, þá orðaði annar þeirra það þannig að mótmælendurnir hefðu bara verið að banka og því miður hefði rúðan verið svo veikburða að hún gaf eftir.
Ekki veit ég hvers vegna mótmælandinn var að segja ósatt eins og myndirnar sanna. Varla var hann að fara með það í flimtingum að valda ríkissjóði jafnvel hundruða þúsunda króna tjóni, sem velt verður yfir á skattgreiðendur á sama tíma og verið að mótmæla því í hvaða skuldastöðu ríkissjóður sé kominn í.
Nú hefur ríkið þurft að standa í ýmsum kostnaði vegna skemmdarverka mótmælenda undanfarið. Allt frá þrifi á eggjaklessum á Alþingi til þess að þurf að kalla til fagmenn til að skipta um heilu rúðustæðurnar. Þetta er því miður ekki ókeypis. Þetta hefur flestallt náðst á myndband en hafa einhverjir verið yfirheyrðir vegna þessa?
Mér finnst kominn tími til að dustað verði rykið af jafnræðisreglunni og að allir menn fái sömu meðferð í réttarkerfinu fyrir eignaspjöll óháð stjórnmálaskoðunum. Annars hljóta allir að áskilja sér rétt á að brjóta nokkrar rúður refsilaust ef þeir eru t.d. á móti landbúnaðarstyrkjakerfinu, kvótakerfinu, of háum sköttum, of mikilli einkavæðingu, of mikilli ríkisvæðingu eða hvað það er sem hver og einn telur að hjá hinu opinbera.
![]() |
Mótmæli halda áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
17.12.2008 | 11:30
Mótmælendur notaðir sem myndefni
![]() |
Lítill munur milli landssvæða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.12.2008 | 13:36
Píslarvættir?
Það er eitt varðandi þessi mótmæli, ekki þessi sérstaklega heldur almennt, sem mér finnst athyglisvert.
Það er það þegar fólkið er sífellt að nota orðið skríll yfir sjálft sig, aðallega að taka fram að það sé ekki skríll.
Ég hef persónulega ekki heyrt neinn málsmetandi mann kalla mótmælendurna skríl. Það þó má vel vera að einhver hafi kallað einhverja mótmælendur skríl, mögulega þegar lögregluþjónn var sleginn, þingvörður hlaupinn niður í gólfið, eggjum kastað í Alþingi Íslendinga, málningu slett á Seðlabankann eða lögreglustöðin brotin upp með slagbrandi. Slík ummæli hafa þá farið framhjá mér.
En þetta eilífa tal um að við erum ekki skríll, eins og taka þurfi það fram sérstaklega, finnst mér bera vott um létta píslarvættisblæti.
![]() |
Vilja ríkisstjórnina burt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.12.2008 | 17:02
Hvað er lýðræði?
Unglingar eru áhrifagjarn hópur.
Undanfarnar vikur hefur gjammið í lýðskrumurum fengið að gjalla svotil óáreitt í þjóðfélagsumræðunni. Á milli þess sem menn tala sig þreytta í myndlíkingum um skipstrand og skipstjóra í brú (og reyndar nær alls þess sem gerist í tengslum við sjómennsku), þá má greina þá skoðun að það sé lýðræðislegt að skipta um ríkisstjórn af því að hávær hópur segir að hún beri ábyrgð á þeim hörmungum sem lágværari menn halda fram með rökum að alþjóðlega lausafjárskreppan, réttilega innleiddar EES-reglur og áhættusamar aðgerðir einkahlutafélaga orsökuðu af nær öllu leyti.
Að trufla störf Alþingis af því að ekki er komið til móts við tiltekið pólitískt baráttumál er einn sá ólýðræðislegi gjörningur sem til er.
![]() |
Þingfundur hafinn á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.12.2008 | 11:21
Vísindaskáldskapur
Ég las vísindaskáldsöguna The Trancendence eftir Steven Baxter um daginn þar sem mannkynið hafði þróað með sér þann eiginleika að deyja ekki ellidauða. Þar voru hnettir Vetrarbrautarinnar fullir af fólki sem var einhver hundruð þúsunda ára gamalt. Í þeim heimi var gríðarlegri orku varið í að fyrirbyggja hina ólíklegustu hluti í bókstaflegri merkingu. Meðal annars voru geysiöflug vopn til að eyða loftsteinum og halastjörnum.
Ástæðan fyrir því að menn munu ekki leggja í gríðarlegan kostnað af svona aðgerðum er í fyrsta lagi sá að stjarnfræðilega litlar líkur eru á að svona hendi á lífstíð nokkurs einstaklings eins og mannkynið er í dag. Einstaklingum hættir til að hugsa fyrst og fremst um eigin velferð og allra nánustu niðja og þess vegna er ekki miklum lífsgæðum fórnað í að byggja svona varnir. Í öðru lagi þá myndi fólk í dag tapa mun færri væntum ólifuðum árum en þeir sem t.d. myndu ekki deyja ellidauða og því ekki hundrað (milljón ára) í hættunni ef lofsteinn bankaði upp á á morgun.
Ef planið er að bjarga mannkyninu frá mögulegri útrýmingu væri eflaust ódýrara og öruggara að vinna að því að koma upp sjálfbærri mannabyggð á tunglinu eða mars í stað þess að treysta á að einhver ofurvopn bjargi okkur frá hverskonar loftsteinum eða halastjörnum. Ég legg til að menn sýni smá metnað í þessu!
![]() |
Komið verði í veg fyrir árekstur smástirna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)