18.12.2011 | 13:49
Kjaftæði jafnaðarmannsins
Þegar framleiðslufyrirtæki ákveða staðsetningu sína reyna þau að velja stað sem veldur þeim sem minnstum kostnaði. Oft eru flutningskostnaður og leiguverð stórir póstar. Fyrirtæki á landsbyggðinni borga jafnan meira í flutningskostnað en minna í leiguverð en fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Nú ætla sjálfkallaðir jafnaðarmenn að jafna einn liðinn í jöfnunni, þ.e. flutningskostnaðinn. Líklega munum við á næsta ári sjá jafnaðarmennina koma með jöfnunarstyrki vegna húsnæðiskostnaðar sem rennur þá aðallega til fyrirtækja í Reykjavík.
Auðvitað á ríkið ekki að leggja út í kostnað vegna þess að fyrirtæki verða fyrir mismunandi kostnaði eftir því hvat þau ákveða að vera. Ég hélt allavega að niðurskurðurinn, t.d. í heilbrigðiskerfinu, væri jafnaðarmönnum nógu erfiður til að ekki væri verið að ákveða nýjar ormagryfjur fyrir útgjöld til framtíðar samtímis.
![]() |
Hvers konar kjaftæði er þetta?" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)