Vanhæf ríkisstjórn?

Hver man ekki eftir sönglinu um „vanhæfa ríkisstjórn“?

Í lögfræði merkir hugtakið vanhæfi það að teljast ekki lögum samkvæmt hæfur til að fara með mál t.d. vegna hagsmunatengsla.

Hagsmunir núverandi ríkisstjórnar fara ekki saman með þjóðinni. Ástæðan er sú að ríkisstjórnin var búin að samþykkja að láta þjóðina borga vegna Icesave og barðist hatrammlega fyrir að þingið samþykkti það (sem það í Icesave I og fyrirvaralaust vegna Icesave II). Ef síðan næst samkomulag um gríðarlega lækkun á þessari byrði þýðir það að ríkisstjórnin var að vinna vægast sagt ansi slappa vinnu fyrir þjóðina. Það myndi aftur leiða til fylgishruns. Ögn skárri samningar væru e.t.v. í lagi en mun betri samningar yrðu pólitískt áfall fyrir ríkisstjórnina.

Þess vegna hefur e.t.v. sjaldan verið eins mikið tilefni og nú til að tala um vanhæfa ríkisstjórn.

(Með þessu er ég ekki að halda fram að vanhæfisreglur eigi við í lögfræðilegum skilningi um ríkisstjórnina í Icesave málinu heldur að slík sjónarmið eigi frekar við en oft áður).

 


mbl.is Bretar fallast á eftirgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru Steingrímur og Jóhanna að grínast...

...með að ætla að koma fyrsta Icesave samningnum í gegn um þingið án þess að það fengi að sjá samninginn? Nei, því þingið hefði aldrei samþykkt hann eftir að hafa séð hann.

Ef talsvert betri samningur næst hljóta þau bæði að fara frá þar sem ljóst verður að þau hafa verið að verja einn af tveimur misheppnuðustu samningum Íslandssögunnar. Ekki er alveg ljóst hvort Icesave samningurinn sem þau reyndu að berja í gegn var skaðlegri hagsmunum Íslands en Kópavogssamningurinn og því læt ég þau njóta vafans varðandi það.


mbl.is Sáttur en raunsær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tíu milljónir frá ríkisstjórninni

Jóhanna kynnti þessar 10 milljónir til Handknattleikssambandsins sem gjöf frá ríkisstjórninni. Þetta voru með öðrum orðum peningar sem teknir eru með valdboði af vinnandi fólki í landinu. Meðal annars fólki sem ræður ekki við afborganir af lánum vegna húsnæðis fjölskyldu sinnar. 

Það var því afar ódýr og óverðskulduð sjálfsupphafning sem fólst í þessari „gjöf“ ríkisstjórnarinnar.

Það er alltaf sorglegt að sjá ráðherra mæta á samkomur og slá sig til riddara með peningum af annarra manna striti.


mbl.is Þið stappið í okkur stálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband