Vanhæf ríkisstjórn?

Hver man ekki eftir sönglinu um „vanhæfa ríkisstjórn“?

Í lögfræði merkir hugtakið vanhæfi það að teljast ekki lögum samkvæmt hæfur til að fara með mál t.d. vegna hagsmunatengsla.

Hagsmunir núverandi ríkisstjórnar fara ekki saman með þjóðinni. Ástæðan er sú að ríkisstjórnin var búin að samþykkja að láta þjóðina borga vegna Icesave og barðist hatrammlega fyrir að þingið samþykkti það (sem það í Icesave I og fyrirvaralaust vegna Icesave II). Ef síðan næst samkomulag um gríðarlega lækkun á þessari byrði þýðir það að ríkisstjórnin var að vinna vægast sagt ansi slappa vinnu fyrir þjóðina. Það myndi aftur leiða til fylgishruns. Ögn skárri samningar væru e.t.v. í lagi en mun betri samningar yrðu pólitískt áfall fyrir ríkisstjórnina.

Þess vegna hefur e.t.v. sjaldan verið eins mikið tilefni og nú til að tala um vanhæfa ríkisstjórn.

(Með þessu er ég ekki að halda fram að vanhæfisreglur eigi við í lögfræðilegum skilningi um ríkisstjórnina í Icesave málinu heldur að slík sjónarmið eigi frekar við en oft áður).

 


mbl.is Bretar fallast á eftirgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Ég er alveg sammála þér Oddgeir. Og var ekki lika að falla dómur í Brétlandi þar sem dæmt var að hryðjuverkalögin væru ólögleg þar sem það mátti ekki beita þeim til að frysta eignir?. Hversvegna er ekki verið að sækja þetta mál fyrir okkar hönd. Það er bara eitt sem hægt er að segja um þessa stjórn það er VANHÆF RÍKISSTJÓRN.

Elís Már Kjartansson, 18.2.2010 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband