17.4.2008 | 10:57
Shakespeare in love
Þessi nöldurfærsla kemur e.t.v. 10 árum of seint því kvikmyndin Shakespeare in love hlaut óskarsverðlaun sem besta myndin 1998.
Ég var að sjá hana í fyrradag.
Hvílíkur ömurleiki er þessi mynd og hvílíkt og annað eins bókmenntasnobb var það að velja þessa mynd þá bestu árið 1998.
Myndin eins ótrúverðug og hugsast getur. Í fyrsta lagi fjallar hún um að Shakespeare verður ástfanginn af konu sem leikin er að Gwynett Paltrow (eða hvernig sem það er skrifað). Í öðru lagi þekkir hann ekki ástkonu sína ef hún setur á sig þunnt gerviyfirvaraskegg, jafnvel þótt hann eyði með henni löngum stundum í slíku gervi spjalli við hana í miklu návígi. Hann heldur bara að þetta sé einhver kall!
Ég nenni ekki að halda áfram að telja upp... það pirrar mig bara. Héðan í frá mun ég ekki taka neitt mark á óskarsverðlaunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.4.2008 | 09:40
Evra hækkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2008 | 09:25
Sjálfstæð stefna?
Ef ég man rétt úr fréttum þá sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra að hún myndi ekki sniðganga Ólympíuleikana vegna þess prinsipps hennar að ekki ætti að blanda saman stjórnmálum og íþróttum.
Ef ráðherrar Norðurlandanna ákvæðu hinsvegar að sniðganga Ólympíuleikana þá myndi þetta prinsipp hennar hinsvegar hverfa og Þorgerður myndi þá einnig sniðganga Ólympíuleikana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2008 | 13:21
Hin hliðin á peningnum
Ég er sammála vörubístjórum að það eigi að lækka skatta og fagna því ef þjóðin er óvænt komin inn á þá línu.
Þar sem skattar eru notaðir til að greiða fyrir ýmis útgjöld ríkisins, s.s. heilbrigðiskerfið, vegakerfið, lanbúnaðarkerfið, menntakerfið, listamannalaunakerfið, alþjóðlegt samstarf og svona mætti halda áfram að telja nánast út í hið óendanlega, þá ættu að vera hæg heimatökin að nefna þá kostnaðarliði sem skattalækkunarsinnar vilja fella niður.
Ég er sjálfur hlynntur því að fella sem flest niður þannig að ég þyrfti helst að telja upp það sem ég vil að ríkið standi í á kostnað skattborgara. Ég nefni t.d. lögreglu og dómstóla til þess að framfylgja lögum sem gera ofbeldi refsivert. Langflest annað má fara og því væri gríðarlegt svigrúm til að fella niður olíugjöld að fullu.
Hvar vilja vörubílstjórarnir og fólkið sem styður þá skera niður? Ég hef aðeins heyrt um að spara í flugkostnaði ráðherra (sem er ágætt) en það dugar víst skammt.
![]() |
Bílstjórar: Við höldum áfram" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2008 | 22:32
Ótrúleiki Vinstri grænna
Í þessu Helguvíkurmáli þá telja þeir að úrskurður umhverfisráðherra eigi að litast af pólitískum skoðunum. Þeir hamra á því að úrskurða hefði átt gegn lögaðilanum og sjá til hvort hann leitaði réttar síns fyrir dómi. Hamrað er á því að náttúran eigi að njóta vafans.
Það er gersamlega fráleitt að ætla það að umhverfisráðherra eigi að teygja lögin í þá átt að umhverfi sé sem ósnortnast, landbúnaðarráðherra þannig að bændur hafi það sem best, o.s.frv.
Í stjórnsýslurétti gildir hins vegar sú regla að ákvarðanir stjórnvalda verði að byggjast á lögum. Löggjafinn ákveður hversu mikið vægi umhverfisvernd eigi að hafa, vernd bænda, o.s.frv. Pólitískar skoðanir ráðherra eiga engu að skipta um það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)