Starfsemi stjórnvalda

Samkvæmt lögmætisreglunni, meginreglu stjórnsýsluréttar, eiga stjórnvöld einungis að starfa samkvæmt lögum. Fróðlegt væri að vita hvaða réttarheimild knýr skattayfirvöld til þess að leggja út í þá vinnu að taka saman lista yfir opinber gjöld einstaklinga og senda út sérstaka fréttatilkynningu svo þessar persónulegu upplýsingar fari örugglega ekki framhjá neinum. 

Ef það er engin lagaheimild fyrir samantekt á þessum lista og fréttatilkynningu þá eru lítil takmörk fyrir því starfi sem önnur stjórnvöld geta tekið sér fyrir hendur upp á eigin frumkvæði og á kostnað skattgreiðenda.

 


mbl.is Kristinn Aðalsteinsson greiðir hæst gjöld á Austurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólympíuleikar í hræsni?

Ljóst er að alþjóða ólympíusambandið gerir strangar kröfur þegar kemur að því að velja ólympíunefndarmenn í löndum sem keppa á leikunum. Svo virðist sem pólitískar ráðningar hafi fellt Íraka. Ég hef ekkert við þá niðurstöðu að athuga.

Athyglisvert er að bera þetta saman við kröfur til þess lands sem fær að halda leikana. Hver ætli skipi kínversku ólympíunefndina? Ætli það sé lýðræðislega kjörin stjórn sem virðir grundvallarmannréttindi eða sama einræðisstjórn og lét skriðdreka aka yfir stúdenta sem vildu tjá skoðanir sínar hér um árið og telur sig ekki þurfa að afsaka það?


mbl.is Írökum meinuð þátttaka á Ólympíuleikunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað ósáttur

Hvað ætli yndi gerast ef ríkið borgaði ekki sérstökum starfsmanni fyrir að taka þátt í samningaviðræður einstaklinga og lögaðila í þjóðfélaginu? Ætli menn myndu aldrei ná samkomulagi um neitt?


mbl.is Ríkissáttasemjari hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líkindi

Hefði sofið rólegur ef þeir hefðu sagt að líkurnar væru einn á móti milljón.

Það sem mun endanlega skera út um þetta er hvort 13. apríl 2036 beri upp á föstudegi.


mbl.is Smástirni stefnir í átt til jarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjórblanda

Hvað á maðurinn (Beckham eða þýðandinn) við með bjórblöndu?

Ekki er hann að tala um hið séríslenska bjórlíki?


mbl.is Saknar breskrar matargerðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímabundinn?

Liggur fyrir að aflinn verði meiri í framtíðinni?

 


mbl.is Menntamálaráðherra setur 180 milljónir í landsbyggðarverkefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vera látinn

Ég mun hugsa mig tvisvar um næst þegar ég bið um að vera látinn afskiptalaus.


mbl.is Látin kona lá afskiptalaus í klukkutíma á biðstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grænmeti og vatn

Hefur einhver reiknað það út hvað það myndi fresta mörgum andlátum hversu lengi ef öllum yrði gert skylt að nærast eingöngu á þann hátt sem næringarfræðingar mæla helst með?  

Sennilega slatta.

Af hverju þá að leyfa fólki að ráða hvað það borðar yfir höfuð?

 


mbl.is Transfitusýrur: Fita bönnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband