Starfsemi stjórnvalda

Samkvæmt lögmætisreglunni, meginreglu stjórnsýsluréttar, eiga stjórnvöld einungis að starfa samkvæmt lögum. Fróðlegt væri að vita hvaða réttarheimild knýr skattayfirvöld til þess að leggja út í þá vinnu að taka saman lista yfir opinber gjöld einstaklinga og senda út sérstaka fréttatilkynningu svo þessar persónulegu upplýsingar fari örugglega ekki framhjá neinum. 

Ef það er engin lagaheimild fyrir samantekt á þessum lista og fréttatilkynningu þá eru lítil takmörk fyrir því starfi sem önnur stjórnvöld geta tekið sér fyrir hendur upp á eigin frumkvæði og á kostnað skattgreiðenda.

 


mbl.is Kristinn Aðalsteinsson greiðir hæst gjöld á Austurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Oddgeir, ég rakst á nokkuð merkilegt atriði á vísi.is, frétt um mann sem var dæmdur fyrir alvarleg kynferðisbrot.  Það sem stendur upp úr að mínu mati var að maðurinn misnotaði gróflega 9 einstaklinga (sem gáfu sig fram) en bara hægt að kæra 7 vegna fyrningar.

Maðurinn hafði s.s. stundað þessa iðju sína svo lengi að brot gegn 2 uppkomnum börnum höfðu fyrnst.

Í fréttinni segir hins vegar að litið hafi verið til þess við dómkvaðningu að maðurinn hafi ekki gerst áður brotlegur; ,,Á móti kemur að kennarinn hefur ekki gerst brotlegur áður."

Þetta er afar merkilegt lögfræðilega, maðurinn hefur ekki verið DÆMDUR áður, það þýðir allt annað en að ,,gerast brotlegur", fyrir liggur að hann hafði stundað brot sín í áratugi og sífellt bætt fleiri fórnarlömbum við.  Eiga menn s.s. að njóta mildunar í dómi af því að þeir hafa ekki verið dæmdir fyrir háttsemina áður, þó liggi fyrir að þeir hafi verið að brjóta stanslaust af sér jafnvel í áratugi?  Og þyngja dóma ef menn hafa verið dæmdir fyrir háttsemina áður, jafnvel þó þeir hafi bara einu sinni gerst brotlegir og verið dæmdir fyrir það eina skipti.

Þetta finnst mér ótrúlega heimskulegt.  Þetta er mótsögn og þetta er hræsni.

Hvað finnst þér? 

Lögsögumaður (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 15:08

2 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Sæll,

í fyrsta lagi þá á þessi athugasemd lítið erindi við færsluna. Í öðru lagi skora ég á þig að koma fram undir nafni þegar þú setur fram spurningar. Í þriðja lagi þá er spurning þín augljóslega borin upp af því að ég var skipaður verjandi hins ákærða í málinu og ég ráðlegg þér að leita álits einhvers hlutlauss aðila sem ekki hefur komið að þessu máli með beinum hætti.

Oddgeir Einarsson, 1.8.2008 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband