10.9.2010 | 11:16
Spurningar um landsdómsmál
Stenst ţađ ákvćđi stjórnarskrár Íslands og mannréttindasáttála Evrópu (sem Ísland er ađili ađ og hefur lagagildi hér á landi) ađ einstaklingur (fyrrverandi ráđherra) yrđi sakfelldur og gerđ refsing í sakamáli ţar sem sami ađili gćfi út ákćru skipađi meirihluta dómenda í máli hans? Alţingi gerir ţetta tvennt, sbr. 1. og 2. gr. laga um landsdóm nr. 3/1963 og lögum um ráđherraábyrgđ nr. 4/1963.
Í 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu segir: Ţegar kveđa skal á um réttindi og skyldur manns ađ einkamálarétti eđa um sök, sem hann er borinn um refsivert brot, skal hann eiga rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeđferđar innan hćfilegs tíma fyrir sjálfstćđum og óvilhöllum dómstóli. [ ]. Í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar segir: Öllum ber réttur til ađ fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eđa um ákćru á hendur sér um refsiverđa háttsemi međ réttlátri málsmeđferđ innan hćfilegs tíma fyrir óháđum og óhlutdrćgum dómstóli. [ ].
Stenst ţađ ákvćđi Mannréttindasáttmála Evrópu ađ heimila ekki ţeim sem dćmdir eru af Landsdómi málskot til ćđra dómstigs? Í 2. gr. 7. viđauka viđ MSE: Hver sem sakfelldur er fyrir refsivert skal hafa rétt til ađ fá sakfellingu sína eđa ákvörđun refsingar endurskođađa af ćđri dómstól. Í lögum um landsdóm nr. 3/1963 er ekki ađ finna neina heimild til ađ áfrýja dómi landsdóms.
Eru refsiheimildir laga um ráđherraábyrgđ nr. 4/1963 í samrćmi viđ ákvćđi 69. gr. stjórnarskrárinnar og 7. gr. mannréttindasáttmála Evrópu varđandi skýrleika refsiheimilda?
![]() |
Jóhanna beitti ţrýstingi |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)