Verður rússneska lýðræðið einhverntímann föðurbetrungur?

Ég held að Jeltsín hafi náð að kveða kommúnismann niður með því að gefa nógu mörgum harðlínumönnum eigur ríkisins. Mönnum, sem ellegar hefðu verðið þrándur í götu þess takmarkaða lýðræðis sem þó hefur náð að festa rætur í landinu. Það er staðreynd að undir lok níunda áratugarins var komin fremur fjölmenn stétt valdamikilla manna sem naut forréttinda í þessu ríki þar sem jöfnuður átti að vera sem mestur. Þessi stétt hélt fast í sitt. Ég hef svosum ekki lesið gríðarmikið um þetta en væri meira en til í að sjá úttekt á því hvað gerðist í raun og veru við fall kommúnismans í Sovétríkjunum.


mbl.is Pútín: Jeltsín var faðir lýðræðisins í Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efnishyggja í hagsmunamati réttarkerfisins

Menn eru að fá margfallt styttri dóm fyrir að misþyrma og nauðga hverjum öðrum hér á landi og borga kannski nokkra hundraðþúsundkalla í bætur. Veit ekki nákvæmlega hvernig það er í Noregi en svo virðist sem það hefði verið litið mun vægari augum að lúberja einhvern með málverkinu, svo lengi sem blóðið slettist á eitthvað annað en myndina. 


mbl.is Dæmdir í allt að 9½ árs fangelsi fyrir málverkarán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband