Verður rússneska lýðræðið einhverntímann föðurbetrungur?

Ég held að Jeltsín hafi náð að kveða kommúnismann niður með því að gefa nógu mörgum harðlínumönnum eigur ríkisins. Mönnum, sem ellegar hefðu verðið þrándur í götu þess takmarkaða lýðræðis sem þó hefur náð að festa rætur í landinu. Það er staðreynd að undir lok níunda áratugarins var komin fremur fjölmenn stétt valdamikilla manna sem naut forréttinda í þessu ríki þar sem jöfnuður átti að vera sem mestur. Þessi stétt hélt fast í sitt. Ég hef svosum ekki lesið gríðarmikið um þetta en væri meira en til í að sjá úttekt á því hvað gerðist í raun og veru við fall kommúnismans í Sovétríkjunum.


mbl.is Pútín: Jeltsín var faðir lýðræðisins í Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband