Tökum til í landbúnaðarmálunum

Það er mjög gott ef Samfylkingin vill fella niður tolla en ég velti fyrir mér hvað „viðeigandi mótvægisaðgerðir“ í þágu bænda kosti neytendur, þ.e. skattgreiðendur.

Það gerist ekkert í þessum málum ef ekki má styggja bændur. Ef Samfylkingin segðist ætla að frelsa landbúnaðinn úr höftum og styrkjum burtséð frá sérhagsmunum einhverra bænda þá liggur við að ég gæti kosið flokkinn.

Hvað sem þessu líður þá er nauðsynlegt að landbúnaðarmálin verði einu sinni í brennidepli í kosningabaráttunni.

 


mbl.is Samfylkingin mótmælir sölu á frítollum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynjamismunun á salernum?

Ég hef stundum tekið eftir því að þar sem boðið er upp á sérstakt salerni fyrir hvort kyn þá er karlasalernið oft minna en kvennasalernið. Ekki hef ég í eitt sinn tekið eftir stærra karlasalerni.

Samkvæmt skilgreiningum sumra á jafnrétti þá er þetta kynjamismunun. Ég er því ósammála.

Annars ætti ég að fara að hætta þessu þar sem það er eflaust illa séð að karlmaður sé að kíkja inn á kvennasalerni.

 


Bloggfærslur 25. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband