Af lýðskrumi

Hlutverk þingmanna er að segja almenn lög, m.a. um eftirlit með vinnustöðum og meðferð þar til bærra stofnanna á ásökunum í garð fyrirtækja. Ef þingmenn telja að lögin séu ekki nægilega skilvirk og leiði ekki til þess að mál séu rannsökuð nægjanlega fljótt eða vel þá geta þeir lagt fram frumvörp að nýjum eða breyttum lögum. Dómstólar skera síðan um ef ágreiningur er uppi um það að stofnanir ríkisins hafi fylgt lögum Alþingis.

Undanfarin misseri hafa menn hneykslast mjög af meintum afskiptum aðila ríkisstjórnarinnar af því að mál Baugs hafi verið tekin til opinberrar rannsóknar. Hefur því með réttu verið haldið fram að það eigi að vera mat viðkomandi stjórnsýsluaðila á grundvelli málefnalegra sjónarmiða byggðum á lögum hvort og hvernig mál séu rannsökuð en óeðlilegt sé að ráðherrar séu með fyrirskipanir „að ofan“ um meðferð einstakra mála.  Af þessum sökum vekur eftirfarandi athygli úr frétt mbl.is:

„Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs krefst þess að ríkisstjórnin hlutist þegar í stað til um opinbera rannsókn á þeim alvarlegu ásökunum sem fram hafa komið í fréttum undanfarna daga um vítaverða vanrækslu af hálfu Impregilo á vinnusvæðinu við Kárahnjúkavirkjun“

 

 


mbl.is VG krefst opinberrar rannsóknar á aðbúnaði verkamanna við Kárahnjúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband