Hlutverk þingsins?

Danski lektorinn sem vísað er til í fréttinni ætti kannski að kynna sér þá reglu að ríkinu beri ekki að ganga lengra í að skerða stjórnarskrárvarin réttindi en nauðsynlegt er til að ná lögmætu markmiði. Fortakslaust bann þarf ekki alltaf að standast stjórnarskránna. Hér má m.a. vísa til dóms Hæstaréttar Íslands í málinu þar sem reyndi á hvort tóbak mætti vera sýnilegt í versluninni Björk (minnir mig). Það var ekki talið að gætt væri stjórnskipulagslegs meðalhófs við setingu umræddra laga og því væru lögin brot gegn stjórnarskrárvörðu tjáningar og atvinnufrelsi.

Gefum okkur:

1)að markmiðið með reykingarbanni sé að fólk geti unnið hjá og heimsótt slíka staði án þess að anda að sér tóbaksreyk og

2) að unnt sé að koma því þannig um hnútana, án fortakslauss banns, að reykur berist ekki til starfsmanna eða reyklausra gesta (t.d. með reykherbergjum þar sem ekki er drukkið, reykgrímum, eða einhverju sem hugvitssamir veitingamenn kynnu að finna upp á).

Ef ofangreindar forsendur eru fyrir hendi þá tel ég mega vefengja þá niðurstöðu að nauðsynlegs meðalhófs hafi verið gætt við skerðingu á stjórnarskrárvörðum eignar- og atvinnurétti þeirra veitingamanna sem vilja bjóða upp á reykingar hjá sér.


mbl.is Danskir veitingamenn æfir vegna reykingabanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

19. júní er áminning um hvað felist í hugtakinu jafnrétti

19. júní 1915 fengu veittu íslenskir karlmenn íslenskum konum kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Það var svo sannarlega réttlát ákvörðun.

Ójafnréttið fyrir þann dag var ekki og verður ekki réttlætt með neinu. Þá voru það karlar sem einokuðu löggjafarsamkunduna og meinuðu konum um réttindi sín. Þeir höfðu engan siðferðislegan rétt á því þrátt fyrir að hafa lagalegan rétt til þess í krafti meirihluta á Alþingi.

Í dag vilja sumir stjórnmálamenn setja lög sem banna eigendum fyrirtækja að ráða því hverjir stjórni eignum þeirra, t.d. með reglum um kyn stjórnarmanna, jafnvel þótt eigendurnir hafi ekki stigið á tær neins með rekstri sínum og einungis skapað störf sem fólk annað hvort þiggur eða afþakkar og greitt skatta, sem ríkið afþakkar aldrei.

 Lög í þessum dúr eiga enga siðferðislega innistæðu. Breytir þar engu um þótt meirihluti kunni að verða fyrir slíkum lögum á Alþingi, rétt eins og það var einu sinni meirihluti fyrir því að veita konum ekki kosningarétt.

 

 


mbl.is Níu þingmenn Norðvesturkjördæmis fengu bleika steina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband