Hlutverk þingsins?

Danski lektorinn sem vísað er til í fréttinni ætti kannski að kynna sér þá reglu að ríkinu beri ekki að ganga lengra í að skerða stjórnarskrárvarin réttindi en nauðsynlegt er til að ná lögmætu markmiði. Fortakslaust bann þarf ekki alltaf að standast stjórnarskránna. Hér má m.a. vísa til dóms Hæstaréttar Íslands í málinu þar sem reyndi á hvort tóbak mætti vera sýnilegt í versluninni Björk (minnir mig). Það var ekki talið að gætt væri stjórnskipulagslegs meðalhófs við setingu umræddra laga og því væru lögin brot gegn stjórnarskrárvörðu tjáningar og atvinnufrelsi.

Gefum okkur:

1)að markmiðið með reykingarbanni sé að fólk geti unnið hjá og heimsótt slíka staði án þess að anda að sér tóbaksreyk og

2) að unnt sé að koma því þannig um hnútana, án fortakslauss banns, að reykur berist ekki til starfsmanna eða reyklausra gesta (t.d. með reykherbergjum þar sem ekki er drukkið, reykgrímum, eða einhverju sem hugvitssamir veitingamenn kynnu að finna upp á).

Ef ofangreindar forsendur eru fyrir hendi þá tel ég mega vefengja þá niðurstöðu að nauðsynlegs meðalhófs hafi verið gætt við skerðingu á stjórnarskrárvörðum eignar- og atvinnurétti þeirra veitingamanna sem vilja bjóða upp á reykingar hjá sér.


mbl.is Danskir veitingamenn æfir vegna reykingabanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Sá danski er trúlega ekki lektor í lögum, en líklega í þeim háþróuðu fræðum síðari ára, sem fást við það að ráðskast með hagi annarra. Sé rétt haft eftir manninum, má með sömu rökum senda okkur heim ríkismatseðil vikunnar frá Lýðheilsustöð, sem lið í baráttunni við offituna, sem er stærra heilbrigðisvandamál, en reykingar.

Gústaf Níelsson, 19.6.2007 kl. 18:02

2 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Já, Kolbrún, þetta með drykkjarlausu reykherbergin var bara hugmynd til að ekki væri hægt að segja að starfsmenn þurfi að koma inn í reykherbergin á meðan reykt væri til að ná í glös!

Oddgeir Einarsson, 19.6.2007 kl. 18:19

3 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Tja, mín lögfræðilega skoðun á því að loka eigi umferðaræðum?

Ég held að það sé ekki alveg hægt að bera saman takmörk löggjafans gagnvart stjórnarskránni annars vegar og mögulega pósitífa skyldu ríkisvaldsins til að banna ákveðnar athafnir, s.s. bílaumferð á tilteknum stöðum hins vegar.

Pólitískt séð finnst mér þó mun meiri ástæða til að ríkið grípi til aðgerða vegna mengunar sem fólk getur ekki flúið heldur en mengunar sem fólk sækir sjálft í að láta umlykja sig með því að fara inn á knæpur.

Oddgeir Einarsson, 19.6.2007 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband