7.8.2007 | 08:40
Menntun og jafnrétti
Það er nefnt í fréttinni að karlar sitji á hakanum í menntakerfinu. Hér á Íslandi hefur verið nefnt að mun fleiri konur séu í háskólanámi og menn velta mikið vöngum yfir þessu. Lykilorðið hér er jafnrétti en ekki blaðurnefnd á kostnað skattgreiðenda. Ef ríkið rekur skóla eiga að vera almenn skilyrði fyrir skólagöngu, punktur. Það er t.d. hvorki réttur né hagsmunir neins karls að hlutfall kynja í háskólum sé svipað. Það kann hins vegar að vera réttur hans og hagsmunir að honum sé ekki mismunað á grundvelli kyns ef hann vill ganga í skólann. Það er einmitt það sem jafnrétti snýst um, sömu leikreglur fyrir alla, en ekki endalausar undantekningar og ívilnanir.
![]() |
Karlar ræði karlréttindamál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2007 | 08:18
Hagsmunir af rannsóknum
Ef niðurstöður rannsókna verða þannig að þær grafa undan einróma áliti vísindamanna um hlýnun andrúmsloftsins er þá betra að vita ekki niðurstöðuna?
Er einróma álit vísindamanna meira virði en sannleikurinn?
Al Gore nefnir réttilega að olíufyrirtæki hafi hagsmuni af tilteknum niðurstöðum um málið. Hann gleymir hinsvegar að nefna að þúsundir vísindamanna og stofnanna víða um heim hafa hagsmuni af gagnstæðum niðurstöðum, þ.e. að allt sé að fara til fjandans í umhverfismálum.
![]() |
Skoðanir sáralítið skiptar meðal vísindamanna um gróðurhúsaáhrifin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)