Hagsmunir af rannsóknum

Ef niðurstöður rannsókna verða þannig að þær grafa undan einróma áliti vísindamanna um hlýnun andrúmsloftsins er þá betra að vita ekki niðurstöðuna?

Er einróma álit vísindamanna meira virði en sannleikurinn?

Al Gore nefnir réttilega að olíufyrirtæki hafi hagsmuni af tilteknum niðurstöðum um málið. Hann gleymir hinsvegar að nefna að þúsundir vísindamanna og stofnanna víða um heim hafa hagsmuni af gagnstæðum niðurstöðum, þ.e. að allt sé að fara til fjandans í umhverfismálum.


mbl.is „Skoðanir sáralítið skiptar“ meðal vísindamanna um gróðurhúsaáhrifin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert lögmaður, þannig að þú hlýtur að vita hver áhrif togveiða hafa á hafsbotninn. Eða ef Köngulóin dæji út á Íslandi, hvaða afleiðingar hefði það á lífríkið (reyndar langar mig "persónulega" að vita hvort þær skipti máli ;)

Eru þessar rannsóknir ekki bara hártoganir - hvað vitum við þó svo að við stingum nefinu í drullupoll?

Kristbjörg (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 08:34

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Sæll Oddgeir

Al Gore hefur sjálfur mjög mikla hagsmuni af að allt sé að fara til fjandans og það vegna CO2 því hann hefur lagt sitt pólitísta líf að veði að það sé CO2 sem sé orsökin að hlýnun jarðar ekki eitthvað annað.

Kristbjörg það er rétt að togveiðar hafa slæm áhrif á hafsbotnin en flottrollin sem ekki snerta botnin eru ekki skárri en botnvörpurnar, og það er stæðsta málið hvort það sé ekki eitthvað meira en útblástur CO2 sem þarf að skoða til dæmis offjölgun mannkyns og þá meina ég með og án orkunotkunar. 

Einar Þór Strand, 7.8.2007 kl. 08:43

3 identicon

Skammastu þín Einar Þór!

Þú ert of róttækur.

Eigum við núna ekki lengur að dreifa smokkum fyrir Verslunarmannahelgi og hætta að byggja sjúkrahús?

Kristbjörg (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 08:49

4 identicon

Sæl,

Al Gore hefur án efa mikla hagsmuni að gæta með þessum rannsóknum og það að hann dragi úr áreiðnaleika annarra rannsókna hreinlega út af fjárveitingu er fáranlegt. Ef rannsóknirnar eru framkvæmdar á vísindalegum grunni eru niðurstöður þess réttlátar óháð fjárveitingu. Hann ætti frekar að gagnrýna rannsóknina sjálfa (ef hann getur) heldur en fjárveitingarnar.

Persónulega tel ég of miklu klínt á CO2 losun. Það er án efa stórt vandamál sem mannkynið þarf að leysa en er orðið hálfgerður blóraböggull vandamála í heiminum.

Allar rannsóknir eru af hinu góða svo lengi sem þær standa á vísindalegum grunni.

Fannar (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 09:14

5 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Kristbjörg: Ég skil þig ekki alveg. Ég segi þó að óvissa sé betri en „vissa“ um eitthvað sem er rangt.

Oddgeir Einarsson, 7.8.2007 kl. 09:17

6 identicon

Kristbjörg, það er nú frekar þú sem ættir að skammast þín, fyrir að ákveða fyrirfram að hann hafi verið að tala um útrýmingar fólks. Hann bara stakk upp á því að offjölgun mannkyns gæti orðið að vandamáli, og það þýðir ekki að það eigi að minnka nein sjálfsögð mannréttindi, enda til fleiri aðferðir til að sporna við offjölgun en að einfaldlega láta fólk deyja. Mér finnst það þinn eigin sjúkleiki að gera ráð fyrir því.

Þetta er svona eins og þegar maður stingur upp á því að hætta að refsa dópistaræflum út um allan bæ, þá heldur fólk skyndilega að maður vilji opna heróínsjálfsala á leikskólum, eða að ef maður vilji fá þjóðaratkvæðagreiðslur yfirhöfuð, vilji maður að það sé kosið um hvernig eigi að mála byggingar og hvað götur eigi að heita og eitthvað svona... þegar enginn er raunverulega að tala um það nema lið eins og þú. 

Og AUÐVITAÐ á að dreifa smokkum um Verzlunarmannahelgina, ekki vegna offjölgunar heldur vegna kynsjúkdómahættu. Auðvitað og að sjálfsögðu, svona eins og að auðvitað á maður að setja á sig bílbeltin og hvetja sem flesta til þess, og auðvitað eiga þau að vera í öllum bílum. Auðvitað og að sjálfsögðu!

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 10:50

7 identicon

Kristbjörg: Mislas þig varðandi smokkana. Ég sé að við erum í reynd sammála um þá.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 10:51

8 Smámynd: Laurent Somers

Að baki hverri niðurstöðu eru forsendur og aðferðarfræði sem sjaldnast kemur fram þegar greint er frá þeim (alltént í fjölmiðlum). Og þar liggur hnífurinn í kúnni, því menn geta bæði klúðrað, vísvitandi eða óvart, aðferðafræðinni þannig að niðurstaðan er gagnslaus, eða komið með hárrétta niðurstöðu, en út frá forsendum sem eru gjörsamlega gagnslausar.

Þeir sem hafa mikilla hagsmuna að gæta í þessum efnum hafa einfaldlega meiri fjárráð til að fá hagstæðar niðurstöður. Venjan er að jákvæðum niðurstöðum er hampað en óæskilegar, eiga það til að 'týnast'.

Money talks. 

Laurent Somers, 7.8.2007 kl. 12:55

9 identicon

Niðurstöður er það sem fjölmiðlar hlaupa á og því fær aðferðafræðin eða forsendur sem á bakvið liggja litla sem enga umfjöllun. Það væri gaman að sjá Al gore í kappræðum við menn sem eru honum ósammála en hann neitar öllum slíkum viðræðum. Ég hlýt að spyrja mig, hvers vegna? Er hann ekki viss í sinni sök?

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband