13.9.2007 | 13:47
Hvert fóru verðmætin?
Bæjarins beztu afsöluðu sér allri innkomi af sölu heillar helgar. Það eru einhverjar milljónir. Meirihlutinn fór í maga biðraðafúsra bæjarbúa. 306 þúsund fór í Konukot.
Ég var að velta því fyrir mér þegar ég sá tugi eða hundruð bíða eftir pulsu að fólk myndi eflaust taka tilboðinu jafn fegins hendi ef máltíðin kostaði 100 eða 50 krónur. Þá hefði Konukotið líka fengið margfalt meira.
En þetta voru bara hugleiðingar og engin tilætlunarsemi í mér gagnvart pulsusalanum enda auðvelt að vera vitur eftirá. Eftir stendur að pulsusalinn gaf mikið af sýnu, hver svo sem naut mest góðs af því.
![]() |
Pylsur og kók fyrir 30.554 tíkalla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 14.9.2007 kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)