Áramótaskaupið

Þögli minnihlutinn ætlar að spreyta sig í þeirri þjóðaríþrótt að gagnrýna áramótaskaupið.

Að venju var meirihluti atriðanna fremur ófyndinn en þó var lítið af óbærilegum atriðum á borð við söngatriðin sem oft hafa náð að eyðileggja skaupið. Þar sem ófyndnu atriðin voru í meirihluta verða þau ekki talin öll upp hér. Þó verður að geta þess að Lost - umgjörðin hitti vægast sagt illa í mark í ófyndileika sínum og out-of-date-i.

Góðu atriðin:

1. Hitlersbækurnar - Sjaldan sem bein gagnrýni á raunverulegan atburð (útgáfa Tíu Litla negrastráka, auðvitað)kemst upp úr því að vera Spaugstofu-sniðug og í að vera hlæja-aðeins-fyndin.

2. Svarti maðurinn á Alþingi í pontu - Veit ekki af hverju mér þótti það fyndið - Kannski af því að ég var nýbúinn að horfa á Næturvaktina þar sem þessi maður lék Nígeríusvindlara.

3. Jón Gnarr ræðst á selinn Snorra. Ég hefði reyndar hlegið meira ef þetta hefði verið óþolandi appelsínuguli apinn sem Helga Steffensen svo gott sem eyðilegði æsku mína í gegnum.


Bloggfærslur 2. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband