Áramótaskaupið

Þögli minnihlutinn ætlar að spreyta sig í þeirri þjóðaríþrótt að gagnrýna áramótaskaupið.

Að venju var meirihluti atriðanna fremur ófyndinn en þó var lítið af óbærilegum atriðum á borð við söngatriðin sem oft hafa náð að eyðileggja skaupið. Þar sem ófyndnu atriðin voru í meirihluta verða þau ekki talin öll upp hér. Þó verður að geta þess að Lost - umgjörðin hitti vægast sagt illa í mark í ófyndileika sínum og out-of-date-i.

Góðu atriðin:

1. Hitlersbækurnar - Sjaldan sem bein gagnrýni á raunverulegan atburð (útgáfa Tíu Litla negrastráka, auðvitað)kemst upp úr því að vera Spaugstofu-sniðug og í að vera hlæja-aðeins-fyndin.

2. Svarti maðurinn á Alþingi í pontu - Veit ekki af hverju mér þótti það fyndið - Kannski af því að ég var nýbúinn að horfa á Næturvaktina þar sem þessi maður lék Nígeríusvindlara.

3. Jón Gnarr ræðst á selinn Snorra. Ég hefði reyndar hlegið meira ef þetta hefði verið óþolandi appelsínuguli apinn sem Helga Steffensen svo gott sem eyðilegði æsku mína í gegnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Oddgeir Einarsson

4. Vændisumræðan í Silfri Egils - leiksigur Þorsteins Guðmundssonar

Oddgeir Einarsson, 3.1.2008 kl. 09:47

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Mér fannst afskaplega ófyndið að sviðsetja fluglsys í byrjun skaupsins. Hef kynnst of mörgum sem eiga um sárt að binda af þeirra völdum til að geta hlegið að svona atriðum. Með eindæmum ósmekklegt. E.t.v er ég orðinn húmorslaus? Kem bara ekki auga á húmorinn.

Júlíus Valsson, 3.1.2008 kl. 11:33

3 identicon

Mjög sammála þér, Oddgeir! Aðallega nr. 2 samt! Frábær leikari þarna á ferð.

Marðgeir (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 17:08

4 Smámynd: Rúnar Sigurður Sigurjónsson

það vill svo til að þetta voru einu atriðin sem ég hló af allt skaupið, sem var hræðilegt.

Setningin: "Þú ert bara mella" var línan sem bar af í skaupinu

Rúnar Sigurður Sigurjónsson, 3.1.2008 kl. 17:51

5 identicon

Skaupi þessu skal henda í Sorpu.

jensen (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband