18.12.2008 | 14:01
Jafnræði takk
Ég hlustaði á tvo talsmenn mótmælendanna í Fjármálaeftirlitinu í morgun hjá Arnþrúði Karlsdóttur á Útvarpi sögu beint í kjölfarið á mótmælunum. Þegar talið barst að eignaspjöllum á eigum ríkisins, þ.e. rúðubroti, þá orðaði annar þeirra það þannig að mótmælendurnir hefðu bara verið að banka og því miður hefði rúðan verið svo veikburða að hún gaf eftir.
Ekki veit ég hvers vegna mótmælandinn var að segja ósatt eins og myndirnar sanna. Varla var hann að fara með það í flimtingum að valda ríkissjóði jafnvel hundruða þúsunda króna tjóni, sem velt verður yfir á skattgreiðendur á sama tíma og verið að mótmæla því í hvaða skuldastöðu ríkissjóður sé kominn í.
Nú hefur ríkið þurft að standa í ýmsum kostnaði vegna skemmdarverka mótmælenda undanfarið. Allt frá þrifi á eggjaklessum á Alþingi til þess að þurf að kalla til fagmenn til að skipta um heilu rúðustæðurnar. Þetta er því miður ekki ókeypis. Þetta hefur flestallt náðst á myndband en hafa einhverjir verið yfirheyrðir vegna þessa?
Mér finnst kominn tími til að dustað verði rykið af jafnræðisreglunni og að allir menn fái sömu meðferð í réttarkerfinu fyrir eignaspjöll óháð stjórnmálaskoðunum. Annars hljóta allir að áskilja sér rétt á að brjóta nokkrar rúður refsilaust ef þeir eru t.d. á móti landbúnaðarstyrkjakerfinu, kvótakerfinu, of háum sköttum, of mikilli einkavæðingu, of mikilli ríkisvæðingu eða hvað það er sem hver og einn telur að hjá hinu opinbera.
![]() |
Mótmæli halda áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)