1.2.2008 | 13:47
Það fráleitasta af öllu fráleitu
Það kemur engum það við hver er í stjórn fyrirtækis öðrum en eiganda þess. Fyrirtæki eru ekki stofnanir í almannaeigu sem eðlilegt er að stjórnmálamenn véli um hvernig sé stjórnað.
Það fráleitasta af öllu fráleitu í þessu sambandi eru röksemdir í fréttinni um að fyrirtæki með konum í stjórn sé betur stjórnað vegna minni vanskila. Hverjum kemur það við öðrum en eigandanum ef fyrirtæki hans er illa stjórnað af körlum? Tapar hann þá ekki bara í samkeppninni við fyrirtæki sem stjórnað er af konum?
Svona furðulög eins og Norðmenn settu nálgast málið frá öfugum enda. Fáar konur í stjórnum hefur ekkert með fordóma að gera eða mismunun heldur þá staðreynd að konur stofna mun sjaldnar til atvinnurekstrar en karlar. Enda er hin hliðin á peningnum er sú að mun fleiri karlar en konur verða gjaldþrota eftir misheppnaðar tilraunir til atvinnurekstrar.
![]() |
Kynjakvóti bundinn í lög? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)