29.2.2008 | 17:26
Af hverju?
Þær upplýsingar sem mér finnst vanta í þetta eru málefnin. Hvernig ætlar Ísland að haga sér í öryggisráðinu? Hver verður munurinn á stefnu Íslands í ráðinu samanborið við Tyrkland og Austurríki?
Mér finnst að ef framboðið þarf að eiga sér stað á annað borð þá eigi það að snúast um málefni. Til hvers eru skattborgarar að borga fyrir þetta ef þeir vita ekki fyrir hvaða málefni fulltrúi þeirra eigi að standa fyrir? Og af hverju eigum við að eyða milljörðum í þetta ef það er ekki ljóst að það hefur áhrif á stefnu öryggisráðsins?
Er það af því að ríkisstjórninni finnst flott að eiga fulltrúa þarna eða af því að mögulegt er að verðlauna flokksgæðinga með því að vinna í þessu verkefni næstu árin?
![]() |
Ísland á erindi í öryggisráðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.2.2008 | 09:11
Skref í mannréttindaátt
Ef einstaklingum sem hafa burði til að ala upp og framfleyta fleiri en einu barni er meinað að eignast fleiri börn, þá er það mannréttindabrot. Þess vegna ber að fagna þeirri viðhorfsbreytingum innan Kommúnistaflokksins í Kína að afleggja regluna um eitt barn á hverja fjölskyldu.
![]() |
Kína slakar á fjölskyldustefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)