Skref í mannréttindaátt

Ef einstaklingum sem hafa burði til að ala upp og framfleyta fleiri en einu barni er meinað að eignast fleiri börn, þá er það mannréttindabrot. Þess vegna ber að fagna þeirri viðhorfsbreytingum innan Kommúnistaflokksins í Kína að afleggja regluna um eitt barn á hverja fjölskyldu.


mbl.is Kína slakar á fjölskyldustefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Steinn

Ég sé ekki að reyna að stjórna fólksfjöldun sé mannréttindabrot? Stærsta vandamál Kína er einmitt fólksfjöldinn. Hitt er annað mál að fjölmargir í Kína eiga fleiri en eitt barn og eru það helst tveir hópar: Annars vegar þeir sem teljast til minnihlutahópa, t.d. Bai þjóðflokkurinn og Tíbetar og hins vegar þeir sem eru efnaðir, því þeir greiða einfaldlega sekt per aukabarn og senda börnin sín svo í einkaskóla, þar sem aðeins er leyfilegt að hafa eitt barn í opinbera skólakerfinu (en efnað fólk myndi hvort eð er aldrei senda börnin sín í opinbera skóla). Kínverjar hafa brotið og beygt þessa reglu í fjölmörg ár og því er raunverulega ekki um neina byltingu í þessum málum að ræða.

Arnar Steinn , 29.2.2008 kl. 10:41

2 identicon

Ég tel reyndar að þetta hafi verið og sé nokkuð ábyrg stefna hjá kínverskum stjórnvöldum.  Hvernig væri ástandið ef þessi regla hefði ekki verið við lýði?  Það verður að horfast í augu við þá staðreynd að það er bara pláss fyrir ákveðinn fjölda manna í heiminum, sem er reyndar nú þegar orðinn of mikill.

Bara vegna aukinnar velmegunar þeirra Kínverja sem nú þegar eru til er verð á hrávöru í heiminum að hækka hratt, það leiðir svo aftur til meiri skorts almennt.  Mér finnst það ábyrg stefna stjórnvalda í Kína að hamla fólksaukningu í takt við hvað auðlindir landsins bera, það heitir að þora að taka ábyrgð og gildir jafnt yfir alla.  Því menn hafa ekkert við mannréttindi sem þessi að gera þegar offjölgun er orðið vandamál sem ekki verður snúið til baka, þarna gildir reglan um að birgja brunninn ... .  

Ég hef séð þig sjálfan segja(skrifa) að það eigi að leyfa allt svo lengi sem það brýtur ekki á rétti annarra (frjálshyggjan).  Í þessu tilviki má sannarlega brjóta mannréttindaregluna með svona ábyrgum hætti því ef fólksfjölgun fer úr böndunum, sem sannarlega væri mikil hætta á í Kína, þá tapa allir og því auðvelt að sjá það í hendi sinni að ,,mannréttindi" þessi myndu leiða til mikillar rýrnunar á lífsgæðum fyrir alla íbúa heimsins, líka þessara sömu einstaklinga sem fengju að njóta slíkra nýrra ,,mannréttinda". 

Tilgangurinn helgar meðalið. 

S. (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 10:42

3 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Hef alltaf haft samúð með fjölskyldustefnu Kínverja, þó vissulega hafi framkvæmdin stundum verið harkaleg. Svo er það líka ekki almennt vitað, eins og Arnar Steinn bendir á, að minnihlutaþjóðflokkar í Kína, s.s. Mongólar og Tíbetar, eru undanþegnir eins barnastefnunni. Man m.a. eftir því að gyðingar í Kína sóttu um að vera flokkaðir sem þjóð vegna þessa, en þeir voru og eru enn flokkaðir sem trúarhópur. Það er einnig skinsamlegt hjá Kínverjum að létta á stefnunni vegna aukinnar velmegunar og líka skinsamlegt að gera það í þrepum.

Guðmundur Auðunsson, 29.2.2008 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband