Hin hliðin á peningnum

Ég er sammála vörubístjórum að það eigi að lækka skatta og fagna því ef „þjóðin“ er óvænt komin inn á þá línu.

Þar sem skattar eru notaðir til að greiða fyrir ýmis útgjöld ríkisins, s.s. heilbrigðiskerfið, vegakerfið, lanbúnaðarkerfið, menntakerfið, listamannalaunakerfið, alþjóðlegt samstarf og svona mætti halda áfram að telja nánast út í hið óendanlega, þá ættu að vera hæg heimatökin að nefna þá kostnaðarliði sem skattalækkunarsinnar vilja fella niður.

Ég er sjálfur hlynntur því að fella sem flest niður þannig að ég þyrfti helst að telja upp það sem ég vil að ríkið standi í á kostnað skattborgara. Ég nefni t.d. lögreglu og dómstóla til þess að framfylgja lögum sem gera ofbeldi refsivert. Langflest annað má fara og því væri gríðarlegt svigrúm til að fella niður olíugjöld að fullu.

Hvar vilja vörubílstjórarnir og fólkið sem styður þá skera niður? Ég hef aðeins heyrt um að spara í flugkostnaði ráðherra (sem er ágætt) en það dugar víst skammt.


mbl.is Bílstjórar: „Við höldum áfram"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband