Litli bróðir

Það sem mér þykir athyglisvert við þetta mál er ekki endilega þetta tusk lögreglunnar við unglinginn. Mér þykir stóra samhengið áhugaverðara. Svo virðist sem tækniþróun síðustu ára hafi haft óvæntar afleiðingar í för með sér. Nú er annar hver maður með litla myndbandsupptökuvél í hendinni í símanum sínum. Þetta hefur komið upp um voðaverk af hálfu stjórnvalda í löndum eins og Kína sem áður voru gersamlega lokuð fyrir fréttaumfjöllun. Kannski er þróunin sú að stóru bræður heimsins verða að fara gæta sig á litlu bræðrum sínum sem leynast í hverju skúmaskoti með upptökuvélar.

Ég vona a.m.k. að í þetta skiptið eigum ekki von á kunnuglegum yfirlýsingum yfirmanna lögreglumannsins um að hann hafi „hagað sér í samræmi við verklagsreglur“ eða eitthvað þvíumlíkt.

108.


mbl.is Mál lögreglumanns til ríkissaksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband