31.7.2008 | 10:15
Starfsemi stjórnvalda
Samkvæmt lögmætisreglunni, meginreglu stjórnsýsluréttar, eiga stjórnvöld einungis að starfa samkvæmt lögum. Fróðlegt væri að vita hvaða réttarheimild knýr skattayfirvöld til þess að leggja út í þá vinnu að taka saman lista yfir opinber gjöld einstaklinga og senda út sérstaka fréttatilkynningu svo þessar persónulegu upplýsingar fari örugglega ekki framhjá neinum.
Ef það er engin lagaheimild fyrir samantekt á þessum lista og fréttatilkynningu þá eru lítil takmörk fyrir því starfi sem önnur stjórnvöld geta tekið sér fyrir hendur upp á eigin frumkvæði og á kostnað skattgreiðenda.
![]() |
Kristinn Aðalsteinsson greiðir hæst gjöld á Austurlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)