Vefnaðarvöruverksmiðjur á Indlandi

Skyldi fólk almennt hugsa um hversu rökrétt það er að banna hlut A af því að hann tengist oft hlut B sem tengist oft hlut C?

Sagt er að nektarstaðir tengist oft vændi og vændi tengist oft mansali. Mansal er á mannamáli þrælahald á konum sem að sjálfsögðu er refsivert rétt eins og þrælahald á börnum.

Nú ber talsvert á því að börn séu látin vinna í vefnaðarvöruverksmiðjum á Indlandi og er það sannkallað þrælahald þar sem gert er út á neyð barnanna og fjölskyldna þeirra. Á af þessum sökum að banna heila atvinnugrein í landinu, vefnaðarvöruframleiðslu, eða á að banna þrældóminn og reyna að uppræta hann?


Tími Alþingis

Mikið var nú fussað og sveiað á Sigurð Kára Kristjánsson þegar fyrir lá á þinginu frumvarp hans og annarra þingmanna um að afnema einkasölurétt ríkisins á áfengi í miðri efnahagskreppunni. Þá var að ræða prinsippmál sem tekið var af dagskrá til að sinna brýnni málum, þ.e. efnahagsvandanum.

Nú er komið fram annað prinsippmál sem sumir telja réttlætismál en aðrir óréttlætismál, líkt og með áfengisfrumvarpið. Hvorugt málanna hefur neitt með efnahagshrunið að gera.

Af hverju telja sumir þingmenn að tíma Alþingis sé nú best verið í að ræða mál sem koma efnahagshruninu lítið sem ekkert við á meðan slíkt var ómögulegt fyrir skemmstu?


mbl.is Ísland ríður á vaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af fyrirsögnum

Í ljósi þessarar fyrirsagnar má velta fyrir sér öðrum fyrirsögnum.

Áður en hinn Austurríski Fritzl breytti framburði og játaði sakir sínar, hefði þá verið rétt að setja í fyrirsögn "Fritzl framdi ekki ódæðið".

Til öryggis tek ég fram það augljósa, þ.e. að ég er ekki að líkja saman Össuri og Fritz.


mbl.is Össur hafði ekki áhrif á lánveitingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband