28.4.2009 | 09:59
Frjálshyggjan sem allt drap
Ef marka má órökstutt orð leiðtoga stjórnarflokkanna þá er frjálshyggjan upphaf og endir alls ills í samfélaginu. Það hefur líklega verið það baráttumál frjálshyggjumanna að einkafyrirtæki beri sjálf ábyrgð á eigin skuldbindingum og að hvers kyns ríkisstuðningur, þ. á m. ríkisábyrgð á skuldbindinum sé óréttmætur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.4.2009 | 09:58
Ríkisstofnanir á þingi
Ríkið styrkir stjórnmálaflokka eftir því sem þeir hafa fleiri stuðningsmenn.
Ef þú ert ósammála meirihluta landsmanna í pólitík þá þarft þú með sköttum að borga fyrir framgang skoðanna meirihlutans en meirihlutinn þarf hvorki að leggja krónu fyrir framgang þinna skoðanna né fer ein skitin króna af þínu eigin skattfé í þágu þess sem þú aðhyllist.
Þetta var samþykkt á Alþingi og frjálshyggjumenn gagnrýndu það. Man einhver eftir gagnrýni frá öðrum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2009 | 09:49
Réttlæti, lýðræði og kjaftæði
Í kjölfar bankahrunsins var mikið talað. Sumir fóru út á götu og hrópuðu slagorð um lýðræði, réttlæti og kjaftæði.
Þetta stigmagnaðist. Orðin urðu stærri, brotnu rúðunum fjölgaði og atlögurnar að byggingu Alþingis urðu beittari. Allt féll þó í dúnalogn þegar Vinstri grænir komust í ríkisstjórn með samfylkingunni.
Nú er orðið talsvert síðan einhver annar en Ástþór Magnússon talaði um lýðræði og því gæti verið farið að fenna yfir öll slagorðin um það atriði. Vekur það mikla athygli að í allri umræðunni virðist lítið sem ekkert hafa verið minnst á þá staðreynd að atkvæði kjósenda á höfuðborgarsvæðinu hefur allt að helmingi minna vægi en atkvæði kjósenda sem búa annars staðar á landinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)