25.2.2011 | 09:20
Hvorki völd né umboð
Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá verður henni ekki breytt nema Alþingi samþykki breytingarnar bæði fyrir og eftir alþingiskosningar. Stjórnlagaþingið hefði því ekki getað fengið völd til neins nema koma með tillögur. Valdið er hjá Alþingi og hverjum og einum alþingismanni er samkvæmt stjórnarskránni skylt að taka afstöðu til mála á grundvelli eigin sannfæringar. Þar af leiðandi hefði hverjum alþingismanni verið beinlínis skylt að greiða atkvæði gegn tillögum stjórnlagaþings ef þær væru andstæðar sannfæringu hans.
Jafnvel þótt kosningin til stjórnlagaþings, þar sem tilteknir 25 einstaklingar hlutu kosningu, hefði verið lögmæt, væri það ekki aðeins algerlega valdalaust heldur einnig með afar lítið lýðræðislegt umboð. Einungis um þriðjundur kjósenda (36%) sá ástæðu til að mæta á kjörstað en um tvöfalt fleiri ákváðu að taka ekki þátt.
Þátttaka í síðustu alþingiskosningum var aftur á móti um 85%. Því er ljóst að lýðræðislegt umboð Alþingis er langtum meira en umboð stjórnlagaþingsins hefði verið.
Í þessu ljósi skiptir engu máli hvort nefndin sem kemur með óbindandi tillögur var frá stjórnlagaþingi eða handvalinni nefnd 25 manna. Hvorki vald þeirra né umboð frá kjósendum eru til staðar ólíkt því sem gildir um alþingismenn.
![]() |
Ekki kosið til stjórnlagaþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)