18.12.2011 | 13:49
Kjaftæði jafnaðarmannsins
Þegar framleiðslufyrirtæki ákveða staðsetningu sína reyna þau að velja stað sem veldur þeim sem minnstum kostnaði. Oft eru flutningskostnaður og leiguverð stórir póstar. Fyrirtæki á landsbyggðinni borga jafnan meira í flutningskostnað en minna í leiguverð en fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Nú ætla sjálfkallaðir jafnaðarmenn að jafna einn liðinn í jöfnunni, þ.e. flutningskostnaðinn. Líklega munum við á næsta ári sjá jafnaðarmennina koma með jöfnunarstyrki vegna húsnæðiskostnaðar sem rennur þá aðallega til fyrirtækja í Reykjavík.
Auðvitað á ríkið ekki að leggja út í kostnað vegna þess að fyrirtæki verða fyrir mismunandi kostnaði eftir því hvat þau ákveða að vera. Ég hélt allavega að niðurskurðurinn, t.d. í heilbrigðiskerfinu, væri jafnaðarmönnum nógu erfiður til að ekki væri verið að ákveða nýjar ormagryfjur fyrir útgjöld til framtíðar samtímis.
Hvers konar kjaftæði er þetta?" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hárrétt hjá þér Oddgeir. En þetta kjaftæði Kristjáns Möller hefur heltekið þjóðfélagið svo mikið að þess vegna erum við t.d. með jöfnunargjöld út um allt. Verst hefur það bitnað á framleiðendum í landbúnaði sem hafa ekki hagrætt vegna þessa m.a. og við erum með langdýrasta og óhagkvæmasta landbúnað í Evrópu en þyrftum alls ekki að vera það ef markaðslögmálin fengju að ráða.
Jón Magnússon, 18.12.2011 kl. 16:32
Hafa markaðslögmálin einhverntíma gilt í gjaldskrám lögfræðinga?
Þórir Kjartansson, 18.12.2011 kl. 21:24
Hvernig er með lögfræðinga þurfa þeir þá ekki að hagræða líka, þeir eru ekki nema einn klukkutíma að éta undan hverri tvílembunni s.s. tvö þokkaleg lömb á tíman.
Ragnar Gunnlaugsson, 18.12.2011 kl. 22:12
Jón,
hvers vegna eiga styrkir til bænda að hækka við að ganga í ESB?
Getur þú bent mér á samanburðarransóknir á landbúnaðarstyrkjum hérlendis og erlendis?
Jón Þór Helgason, 19.12.2011 kl. 00:16
Markaðslögmál? Á Íslandi? Ertu frá þér?
Þetta snýst að svo miklu leiti um að sníkja styrki - nú, eða vera á einhverjum vetvangi þar sem engum gæðingum hefur tekist að hasla sér völl á undan.
Ásgrímur Hartmannsson, 19.12.2011 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.