27.4.2007 | 15:25
Rússar ættu að biðjast afsökunnar
Ég veit hreinlega ekki hvort rússnesku þingmennirnir átta sig á því að Eystrasaltslöndin skulda Rússum engar sérstakar þakkir.
Eistar fengu sjálfstæði frá Rússum árið 1918.
Árið 1940 réðust sovéskar sveitir inn í landið og innlimuðu það inn í Sovétríkin. Þetta var gert samkvæmt leynilegu samkomulagi Stalín og Hitlers.
Árin 1941-1944 var landið undir hæl Þýskalands. Þegar þýski herinn hörfaði frá Rússlandi eftir misheppnaða innrás tóku Rússar landið aftur og héldu því, enn og aftur gegn vilja Eista.
A.m.k. tugþúsundir Eista létu lífið af völdum Sovétstjórnarinnar í kjölfar innlimunar landsins, m.a. í þrælkunarbúðum kommúnistastjórnarinnar. Rússland hefur aldrei beðist afsökunar á þessum voðaverkum og fjöldamorðum sem stunduð voru kerfisbundið.
Sovétstjórnin tók síðan upp það bragð sem hún beitti í örðum ríkjum undir hennar hæl, að senda rússneska þegna í milljónavís til nýlendna sinna. Hér var skipulega reynt að skaða einingu og þjóðarvitund innlimuðu ríkjanna. Þannig urðu til rússneskumælandi minnihlutar eins og sá í Eistlandi sem er nú almennt brjálaður yfir því að stytta af hermanni kommúnistastjórnarinnar alræmdu hafi verið fjarlægð.
Ályktun um slit stjórnmálasambands Rússlands og Eistlands samþykkt einróma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.