6.5.2007 | 23:38
Hvað hefði gerst við stjórnarmyndun?
Vinur minn spurði mig að því hvað myndi gerast við stjórnarmyndum ef forsetinn væri skyndilega ekki til taks. Ég byrjaði að fabúlera og birti hér mína niðurstöðu, þótt eflaust sé margt umdeilanlegt hér:
Líta verður til 8. gr. stjórnarskrárinnar:
Nú verður sæti forseta lýðveldisins laust eða hann getur ekki gegnt störfum um sinn vegna dvalar erlendis, sjúkleika eða af öðrum ástæðum, og skulu þá forsætisráðherra, forseti
1) Alþingis og forseti hæstaréttar fara með forsetavald. Forseti
1) Alþingis stýrir fundum þeirra. Ef ágreiningur er þeirra í milli, ræður meiri hluti.
Samkvæmt þessu ættu forsetar Alþingis og Hæstaréttar og forsætisráðherra að fara með forsetavaldið. Varla er hægt að skilja þetta þannig að nokkur munur sé á inntaki starfsskyldna forseta samkvæmt stjórnarskrá eftir því hvort hann fer sjálfur með valdið eða hinir þrír valdhafar.
Hefð er fyrir því í íslenskri stjórnskipan að forseti veiti umboð til stjórnarmyndunar að Alþingiskosningum loknum. Ekki er þó mælt beinlínis fyrir um þetta í stjórnarskránni. Að gefinni þeirri forsendu að um sé að ræða stjórnskipunarvenju sem beri að fara eftir er það skylda hinna þriggja handhafa forsetavalds að veita formanni stjórnmálaflokks umboð til stjórnarmyndunar.
Með öðrum orðum: Geir H. Haarde forsætisráðherra og Sólveig Pétursdóttir forseti Alþingis geta saman ráðið því hvort Geir H. Haarde eða einhver annar fái umboð til stjórnarmyndunar að kosningum loknum.
Erfitt er að sjá að nokkrar sérstakar hæfisreglur stjórnsýsluréttar eigi hér við enda vandséð hver annar ætti að koma í staðinn að ákvörðuninni. Ég verð að játa það að ég man ekki eftir að hafa heyrt minnst á hæfisreglu í stjórnskipunarrétti.
Hvað sem þessum hugrenningum mínum líður þá er ljóst að það ræðst ekki af því hver heldur á keflinu frá forseta hvaða stjórn við fáum heldur hvað menn semja um í reykfylltum bakherbergum. Ef Geir fær umboðið getur kaffibandalagið alveg ákveðið að ekkert þeirra fari heim af ballinu með Geir heldur taki Ingibjörg þá Guðjón Arnar og Steingrím báða með sér í staðinn ef atkvæði raðast þannig.
Forsetinn við góða heilsu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér var ekki neitt sérstaklega órótt vegna þreytu forsetans. Ekki frekar en vegna hvers annars. Það er nú ekki eins og karlinn sé ómissandi !?!?! Gerir kannski helst karlmennsku skömm til eins og þegar var stumrað yfir honum löskuðum á handlegg í reiðtúrnum forðum, eins og hann væri lífshættulega slasaður.
Þetta er einmitt mergurinn málsins : forsetinn ræður engu um hverjir ákveða að vinna saman eftir kosningar og mynda meirihluta -- AKKÚRAT EKKI NEITT . Hvers vegna erum við þetta snobb/bruðl embætti ?!?!?
Siggi (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 01:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.