19. júní er áminning um hvað felist í hugtakinu jafnrétti

19. júní 1915 fengu veittu íslenskir karlmenn íslenskum konum kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Það var svo sannarlega réttlát ákvörðun.

Ójafnréttið fyrir þann dag var ekki og verður ekki réttlætt með neinu. Þá voru það karlar sem einokuðu löggjafarsamkunduna og meinuðu konum um réttindi sín. Þeir höfðu engan siðferðislegan rétt á því þrátt fyrir að hafa lagalegan rétt til þess í krafti meirihluta á Alþingi.

Í dag vilja sumir stjórnmálamenn setja lög sem banna eigendum fyrirtækja að ráða því hverjir stjórni eignum þeirra, t.d. með reglum um kyn stjórnarmanna, jafnvel þótt eigendurnir hafi ekki stigið á tær neins með rekstri sínum og einungis skapað störf sem fólk annað hvort þiggur eða afþakkar og greitt skatta, sem ríkið afþakkar aldrei.

 Lög í þessum dúr eiga enga siðferðislega innistæðu. Breytir þar engu um þótt meirihluti kunni að verða fyrir slíkum lögum á Alþingi, rétt eins og það var einu sinni meirihluti fyrir því að veita konum ekki kosningarétt.

 

 


mbl.is Níu þingmenn Norðvesturkjördæmis fengu bleika steina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband