Menntun og jafnrétti

Það er nefnt í fréttinni að karlar sitji á hakanum í menntakerfinu. Hér á Íslandi hefur verið nefnt að mun fleiri konur séu í háskólanámi og menn velta mikið vöngum yfir þessu.  Lykilorðið hér er jafnrétti en ekki blaðurnefnd á kostnað skattgreiðenda. Ef ríkið rekur skóla eiga að vera almenn skilyrði fyrir skólagöngu, punktur. Það er t.d. hvorki réttur né hagsmunir neins karls að hlutfall kynja í háskólum sé svipað. Það kann hins vegar að vera réttur hans og hagsmunir að honum sé ekki mismunað á grundvelli kyns ef hann vill ganga í skólann. Það er einmitt það sem jafnrétti snýst um, sömu leikreglur fyrir alla, en ekki endalausar undantekningar og ívilnanir.

 


mbl.is Karlar ræði „karlréttindamál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband