Besta aðstoðin fyrir íbúa Norður Kóreu...

Væri að leiðtoga þess væri steypt af stóli.

Stjórnvöld þar bera ábyrgð á einum mestu mannréttindabrotum sem þekkjast í heiminum og þá er ég ekki að tala um einhver skálduð „mannréttindi“ eins og ókeypis hitt og þetta, heldir alvöru mannréttindi eins og réttinn til lífs, að vera ekki pyntaður, hnepptur í þrældóm o.s.frv.

Þá bera stjórnvöld ábyrgð á hungri sem geysar á landsmenn þegar sveiflur verða uppskeru. Ástæðan er sá sósíalismi sem iðkaður er af einræðisherra landsins, en eins og reynslan hefur sýnt er ekki hægt að skipuleggja svo flókna hluti eins og samfélag manna ofanfrá með sama árangri og ef hver ræður yfir sér.

Í dag hefur Norður Kórea hernaðaruppbyggingu í forgangi og er leiðtoga þess slétt sama hversu mörg mannslíf það kosti að byggja upp hernaðarveldi sitt.

Ég veit ekki hvað það myndi kosta mörg mannslíf að ráðast inn í landið og skipta um leiðtoga. Ég veit heldur ekki hversu mörg mannslíf það myndi spara.


mbl.is Ban lofar að aðstoða Norður-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Ég dreg í efa að það sé hægt að kalla stjórnarfar N. Kóreu sósélistastjórn.Þarna er einræðisstjórn af furðulegustu gerð með tilheyrandi persónudýrkun.

Alveg er furðulegt að sjá enn í dag tillögu að það sé ráð að gera árás á land til að losa þjóð við einræðisherra. Má ég mynna þig á Írak. Sumir héldu að skríllinn myndi dansa á torgum þegar búið væri að losa þjóðina við Husein.

 Af tvennu illu er betra að bíða og láta núverandi stjórnarfar ganga sér tilhúðar. Kommunistastjórn Sovétríkjanna gekk sér til húðar. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum.

Snorri Hansson, 15.8.2007 kl. 10:50

2 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Snorri:

1) Hvar í textanum mínum er tillaga um að ráðast í landið?

2) Það er vissulega einræðisstjórn í landinu eins og ég venti á. Hugmyndafræðin er einhverskonar sósíalismi, andstætt kapitalisma, svona til einföldunar. Svipuð persónudýrkun átti sér stað með Lénin í Sovétríkjunum.

Oddgeir Einarsson, 15.8.2007 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband