Hvað má ræða á Alþingi?

Undanfarið hafa nokkur mál komið upp í samfélaginu sem sumum þykir síður mikilvægari en önnur. Sem dæmi um þetta eru litir ungbarnaklæðnaðar, starfsheitið ráðherra, sérrými fyrir reykingamenn á skemmtistöðum, handhöfn forsetavalds í fjarveru forseta og svona mætti lengi telja.

Flestir, þ. á m. ég, hafa þá skoðun að eitthvað af öllu þessu sé hin mesta fásinna og að ekki þurfi að breyta neinu. Það sem mér þykir gagnrýnivert er að gjarnan er því bætt við að Alþingi eigi frekar að eyða tíma sínum í að ræða önnur og mikilvægari mál.

Það eru afar léleg rök fyrir afstöðu í máli (þ.e. að ekki eigi að breyta neinu) að önnur mál séu mikilvægari að manns eigin mati. Vonandi þurfum við ekki að hlusta mikið meira á þessa röksemd.

Það má líka færa rök fyrir því að það sé gott að Alþingi eyði tímanum í óþarfa og minnki skaðann af almennt vondri lagasetningu sem frá því kemur. Hversu frábært væri það ekki ef umræða um orðið ráðherra kæmi í veg fyrir eða frestaði lögum um lágmarkshlutfall kynja í stjórnun einkafyrirtækja?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús V. Skúlason

. . . en það má alveg forgangsraða . . .

Magnús V. Skúlason, 5.2.2008 kl. 12:03

2 identicon

Hver er spurningin ? Skil ekki hvert þú vilt fara  ?

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 17:35

3 identicon

Hver er spurningin ?

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 17:35

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Tek undir að umræða um hvað sé mikilvægt að ræða á Alþingi er ekki gáfuleg; við kjósum fólk til setu á Alþingi og treystum því til að meta hvað sé mikilvægt. Það er reyndar talsverð forgangsröðun í því að um sum mál eru einfaldlega gerðar fyrirspurnir, meðan um önnur mál eru sett fram lagafrumvörp og þá fer talsvert meiri tími í málin, t.d. þegar þau eru send út til umsagnar hjá ýmsum aðilum samfélagsins.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 5.2.2008 kl. 21:31

5 identicon

Ég er nú einn af þeim sem hef bloggað og jú tjáð mig um þessi vinnubrögð á þinginu.Það má kannski jú segja eins og Oddgeir tekur fram að betra sé að fjalla um einhvern óþarfa,þá sé ekki verið að koma með einhver ólög á okkur á meðan.Nóg er af þeim.Það er kannski mikið rétt í því.En það má líka segja sem svo að það er skrítið fyrir hinn almenna borgara og jú kjósanda að hlusta og horfa uppá þetta hvað eftir annað.Þetta fólk er á launum frá okkur og ekki slæmum launum með öllum bitlingunum og aukagreiðslunum sem það er búið að skammta sér sjálft.

Mín skoðun er sú að ég vildi frekar t.d. að það yrði tekið á málum ellilíeyrisþega og öryrkja,það er vilji stærsta hluta þjóðarinn eins og marg hefur komið fram.En það er ekkert gert.Nema að stofna eina nefndina enn.Ég er nú t.d. rúml.fertugur og mér finnst svona í minningunni að ég hafi heyrt rætt um þessi mál vegna bótaþeganna frá því ég man eftir mér.Og enn er verið að ræða þetta.Það er nefnilega svo skrítið að þegar eitthvað á að gera í þessum málaflokii eða öðrum þá taka þau lög gildi eftir marga mánuði eða jafnvel ár en ef eitthvað er gert fyrir þingmenn eða það sem að þeim snýr taka þau lög gildi strax.Ef við höldum okkur t.d. við ellilífeyrisþegana og öryrkjana þá eru hæstu greiðslur um 115 þús.kr á mánuði og af þessu er tekinn skattur.Samt er það vitað mál og opinberar tölur að lágmarks framfærslu kostnaður hér á landi er 170 þús.kr.Og á meðan það er verið að taka fleiri ár í að fjalla um þetta þá verða fleiri og fleiri fátæktinni að bráð.Ég veit mörg dæmi þess.

Er ekki eitthvað mikið að hjá þjóð sem segist vera ríkust og hamingjusömust í heimi?

Ég er viss um að öryrkinn eða ellilífeyrisþeginn(ljót orð að vísu)hefðu meiri áhuga á að tekið væri á þeirra málum og tíma þingsins eytt í það heldur en að spá í hvort kona geti verið titluð ráðherra eða hvort hvítvoðungar á fæðingardeildinni séu klæddir í bleikt eða blátt

Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 10:39

6 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Jónína: Ég er ekki með neinn spurningaþátt hérna heldur bara hugleiðingar um hitt og þetta. Núna var ég að hugleiða það þegar menn nota það sem sjálfstæða röksemd gegn tilteknu máli að það séu önnur brýnni mál. Skal reyna að einfalda færslurnar framvegis.

Júlíus: Það eru ekki allir sammála um hvort gera þurfi breytingar í þeim málaflokkum sem þú nefnir. Ef kjörnir fulltrúar þínir á Alþingi vilja ræða önnur mál þeirra í stað ættir þú að endurskoða það í næstu kosningum hvernig þú verð atkvæði þínu.

Oddgeir Einarsson, 6.2.2008 kl. 14:26

7 identicon

Kannski ætti að borga þessu fólki hærri laun til þess að fá gáfaðara fólk þarna inn með gáfulegri hluti til að tala um !

Sveinn Gíslason (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband