Grundvallaratriði

Enn og aftur verður Þögli minnihlutinn að minna á atriði sem ættu að blasa við í samfélagi sem kennir sig við lýðræði. Í landinu gilda lög sem Alþingi ákveður. Til Alþingis kjósa allir kosningabærir landsmenn, kjósendur. Enginn kjósandi ætti að teljast merkilegri eða áhrifameiri en annar. Í hvert skipti sem hluti kjósanda ákveður að semja við hvorn annan, eins og félagsmenn ASÍ og SA gera gjarnan, geta þeir ekki átt „kröfu á ríkisstjórnina“ um hvernig lögin í landinu eru úr garði gerð. Í virku lýðræði ættu lög frá Alþingi og ríkisstjórnarinnar að ráðast fyrst og fremst af niðurstöðu Alþingiskosninga. Ríkisstjórnin ætti síðan að leyfa fólki að semja sín á milli á grundvelli gildandi laga og reglna í stað þess að hlaupa á eftir einstaka kjósanda og kröfu hans um hvernig leikreglurnar ættu að vera.


mbl.is Útspil ríkisins nauðsynlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband