Hættulegur

Í fréttinni segir að maðurinn sé hættulegur. Hann var í gæsluvarðhaldi vegna meints fíkniefnainnflutnings. Svo virðist hins vegar sem hann hafi ekki verið í haldi á þeim grundvelli að hann væri hættulegur. Sé það rétt væri maðurinn frjáls ferða sinna hefði ekki komið til þessa fíkniefnamáls. Hefði verið hægt að gefa út tilkynningu um að maðurinn væri hættulegur, e.t.v vegna fyrri brota sem hann hefur tekið út sína refsingu vegna, ef hann hefði ekki lent í þessu fíkniefnagæsluvarðhaldi? Felst hættan e.t.v. í því að hann geti neytt einhvern til að kaupa sér fíkniefni og neyta þeirra síðan?


mbl.is Víðtæk leit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt er það að það vanti upplýsingar um hvers vegna telur Annþór vera hættulegan en ég stórefast að þeir dragi þá ályktun að hann sé hættulegur úfrá fíkniefnagæsluvarðhaldinu.

Ef það kæmi til þess að ég myndi rekast á Annþór þá myndi ég líklegast ekki segja honum að stoppa, taka upp farsíman og hringja lögregluna vegna fyrri dóma og orðspors sem hann Annþór hefur.

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 15:37

2 Smámynd: Ársæll Níelsson

Flestir sem hafa fylgst með fréttum síðastliðin ár vita hver Annþór er. Það að hann sé hættulegur tengist væntanlega ekki téðu varðhaldi heldur þeirri staðreynd að hann er alræmdur handrukkari. Hann rataði ósjaldan í fréttirnar hérna um árið í tengslum við  grófa líkamsárás á rúmliggjandi mann. Að því leyti tengist sú ógn sem af honum stafar að vissu leyti fíkniefnum. Það er gott dæmi um úrræðaleysi yfirvalda gagnvart ofbeldisfullum síbrotamönnum að Annþór skuli yfir höfuð hafa gengið laus og haft tækifæri til að standa í þessu smygli. 

Þó er það rétt að án þessa tiltekna gæsluvarðhalds hefði ekki verið ástæða til að senda út sérstaka tilkynningu um það hve hættulegur hann er. En nú er villidýrið laust og verið að reyna að ná honum og villidýr á flótta bíta frá sér. 

Ársæll Níelsson, 15.2.2008 kl. 16:32

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hver var þessi voðalega hætta sem stafaði af téðum Annþóri ? Hann var ekki talinn hættumeiri en svo af lögvörslumönnum að ekki þótti ástæða til að halda honum í nema lágmarksgæslu, svona eins og stofufangelsi. Ég held að aðal málið sé að lögvörslumenn eru með stærðar holsár í stolti sínu. Annþór nánast gekk út úr fangelsinu og enginn tók eftir því um nokkra hríð. Hann var nú ekki ´hættulegri en svo heldur að það stóð eiginlega ekki til að halda honum í gæsluvarðhaldi öllu lengur hvort eð var. En eftir flóttann urðu menn að framlengja varðhaldið til að halda andlitinu só tú spík.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.2.2008 kl. 01:17

4 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Ég veit ekki hvort ég hafi talað nógu skýrt til að koma mínum punkti á framfæri. Það eru allskonar hættulegir menn í umferð, s.s. handrukkarar og ofbeldismenn sem hafa afplánað dóma. Það að hafa flúið af lögreglustöðinni gerir manninn varla hættulegri aðra „slíka“ menn. Nema að það sé rétt að það auki líkurnar á ofbeldisbrotum að vera að fela sig fyrir löggunni.

Oddgeir Einarsson, 17.2.2008 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband