18.2.2008 | 21:34
Google og íslenska
Í íslensku þýðingunni á leitarsíðunni Google er hnappur þar sem stendur freysta gæfunnar. Er þá um að ræða hnapp sem færir mann inn á einhverja eina vefsíðu sem passar við valið leitarorð.
Ég googlaði freysta og fékk 425 niðurstöður. Síðan googlaði ég freista og fékk 38.900 niðurstöður.
Þar afhjúpaði Google sig.
Athugasemdir
Ef ég man rétt var þessi hnappur áður merktur "Vogun vinnur, vogun tapar".
Þessi villa stingur óneitanlega dálítið í augun.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 18.2.2008 kl. 23:33
Já, líka gaman að hnappnum „leita á Vefur“
Oddgeir Einarsson, 19.2.2008 kl. 09:15
Stórsigur Þögla minnihlutans - það er búið að breyta þessu úr „freysta“ í „freista“.
Yes!
Oddgeir Einarsson, 20.2.2008 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.