Google og íslenska

Í íslensku þýðingunni á leitarsíðunni Google er hnappur þar sem stendur „freysta gæfunnar“. Er þá um að ræða hnapp sem færir mann inn á einhverja eina vefsíðu sem passar við valið leitarorð.

Ég googlaði „freysta“ og fékk 425 niðurstöður. Síðan googlaði ég „freista“ og fékk 38.900 niðurstöður.

Þar afhjúpaði Google sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ef ég man rétt var þessi hnappur áður merktur "Vogun vinnur, vogun tapar".

Þessi villa stingur óneitanlega dálítið í augun.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 18.2.2008 kl. 23:33

2 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Já, líka gaman að hnappnum „leita á Vefur“

Oddgeir Einarsson, 19.2.2008 kl. 09:15

3 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Stórsigur Þögla minnihlutans - það er búið að breyta þessu úr „freysta“ í „freista“.

Yes!

Oddgeir Einarsson, 20.2.2008 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband