29.2.2008 | 17:26
Af hverju?
Þær upplýsingar sem mér finnst vanta í þetta eru málefnin. Hvernig ætlar Ísland að haga sér í öryggisráðinu? Hver verður munurinn á stefnu Íslands í ráðinu samanborið við Tyrkland og Austurríki?
Mér finnst að ef framboðið þarf að eiga sér stað á annað borð þá eigi það að snúast um málefni. Til hvers eru skattborgarar að borga fyrir þetta ef þeir vita ekki fyrir hvaða málefni fulltrúi þeirra eigi að standa fyrir? Og af hverju eigum við að eyða milljörðum í þetta ef það er ekki ljóst að það hefur áhrif á stefnu öryggisráðsins?
Er það af því að ríkisstjórninni finnst flott að eiga fulltrúa þarna eða af því að mögulegt er að verðlauna flokksgæðinga með því að vinna í þessu verkefni næstu árin?
Ísland á erindi í öryggisráðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flott færsla Oddgeir. Ég er nákvæmlega sammála þér. Áfram Tyrkland, áfram Austurríki, þetta er búið að kosta nóg nú þegar.
Sigurður Þórðarson, 29.2.2008 kl. 18:54
Nóg er hjá örríkinu Íslandi að taka óbeint þátt í brjálæðinu í Írak og Afganhistan,en að mínu áliti eigum við tvo stríðsglæpamenn hér á landi.Fyrrverandi ráðherrarnir og núverandi stór-eftirlaunaþegar,þeir Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson,það er með ólíkindum að ef þessir tveir menn verði ekki dregnir fyrir stríðsglæpadómstól,að draga þjóðina í þetta foran með Bandaríkjamönnum er dökkur blettur á þjóð vorri.Aldrei hefur það verið athugað þessi ákvörðun þessara tveggja kóna.Þarf ég að finna mér lögfræðing ?Fór ég yfir strikið.?má ég leita til þín Kæri,Lögfræðingur.? ? ? ?
Númi (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 00:11
Kannski er ekki pláss lengur fyrir alla afdankaða stjórnmálamenn í seðlabankanum eða sem sendiherrar?
Sigurður Þórðarson, 1.3.2008 kl. 16:57
Held að menn ættu að fara varlega í að ásaka einstaklinga í samfélaginu um stríðsglæpi. En hvað um það greinin er skemmtileg eins og að vanda hjá þér Oddgeir.
Annars langar mig að skjóta aðeins á þig: Myndin af þér á síðunni lætur þig líta út fyrir að vera rosalegur töffari og hákarl. Ég meina kallinn er í jakkafötum og allt en svo rakst ég á skemmtilega mynd eða myndbrot af þér á síðu frjálshyggjufélagsins undir vefvarp en þar ertu fundarstjóri á fundi um verkföll, dálítið nörd þá
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 18:24
:)
Takk fyrir þetta Vilhjálmur. Ég var einu sinni nörd...
Oddgeir Einarsson, 3.3.2008 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.