Enska óperan

Englendingar eru rótgróin menningarþjóð og blómstrar þar meðal annars óperustarf. Því er það mikill hvalreki fyrir íslenska listunnendur að enska óperan hafi komið á laggirnar útibúi hér á landi.

Þögli minnihlutinn mælir með að sem flestir kynni sér þessa starfsemi þrátt fyrir að vera ekki alveg viss um hvar leikhúsið er til húsa.

Hins vegar fer byggingin ekki framhjá ökumönnum sem bíða fremstir á rauðu ljósi í austurátt við gatnamót Lækjargötu og Hverfisgötu því þar blasir við stór hvít bygging merkt „ENSKA ÓPERAN“.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahá. Einmitt það. Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt. Gaman væri að vita hvar þessi "opera" verði til húsa. Kannski hjá Stefáni Baldurssyni, í garðinum á bak við Gamla bíó. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband