Óhófleg upphafning á 15 mínútna myndbúti

Hvað er eiginlega í gangi með umfjöllunina um þessa klippu? Jafnvel þótt röksemdirnar í myndinni væru veikar og efni hennar flokkaðist undir fordóma, hvað með það? Það eru billjónir af „clips“ á netinu þar sem saur er atað í allar áttir. 

Sameinuðu þjóðirnar og Ríkisstjórn Hollands sjá sérstaka ástæðu til að hefja þetta myndskeið upp til skýjanna með yfirlýsingum um efni þess.

Halda þessir aðilar að færri muni langa til að horfa á bútinn eftir það? Halda þessir aðilar nú muni fólk álíta að búturinn sé bara eins og hver önnur vitleysa sem má finna á netinu? 


mbl.is „Fitna" fjarlægð af netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Mig grunar að þetta sé einfaldlega vel undirbúin auglýsingaherferð höfunda. Annars er ég fullkomlega sammála þér.

Hrannar Baldursson, 29.3.2008 kl. 18:55

2 Smámynd: Oddgeir Einarsson

http://www.themoviefitna.com/

Þessi mynd er í grunnin annars vegar ljótar myndir af ofbeldisverkum múslima sem réttlætt hafa verk sín með Kóraninum og hins vegar beinar tilvitnanir í Kóraninn sem og ummæli trúarleiðtoga múslima.

Oddgeir Einarsson, 29.3.2008 kl. 18:57

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég hef séð myndina. Þetta er nákvæm lýsing hjá þér á efni hennar. Hvert brot fyrir sig er satt, en myndin brenglar heldur betur samhengið.

Hrannar Baldursson, 29.3.2008 kl. 19:36

4 identicon

Þetta sýnir bara sannleikann. Þetta er bara öfgatrú og ekkert annað og að segja það að röksemdirnar í myndinni væru veikar og að þetta flokkaðist undir fordóma, það er bara bull og vitleysa. Þessi stuttmynd sýnir bara staðreyndir og ekkert annað.  Ég hef unnið með og kynnst mörgum múslimum og stór hluti af þessu fólki er alveg ágætisfólk en það er trúin þeirra sem gerir þau að þessum geðsjúklingum sem þau eru. Og ég veit að þið sem eru að skrifa hérna inn um að þetta séu fordómar og rasismi það er alveg út í hött.  Ég myndi bara einfaldlega ekki vilja að þessi djöflatrú myndi ná fótfestu hér í Evrópu.  Og ég veit að þið mynduð ekki heldur vilja það þó þið segið annað.  Og að segja að þetta sé auglýsingaherferð höfunda, ég er svo aldeilis hneykslaður.  Þetta eru  bara staðreyndir, staðreyndir, staðreyndir og staðreyndir.

calcio (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 19:38

5 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sammála þér Oddgeir! Kv. B

Baldur Kristjánsson, 30.3.2008 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband