Mótmæli og frelsisskerðing

Ef Þögli minnihlutinn væri ósáttur við of hátt matvælaverð, m.a. sökum skattheimtu og verndartolla, líkt og vörubílstjórar eru ósáttir við of hátt eldsneytisverð vegna skatta á þeirri vöru, myndi fólk þá styðja hann í því að læsa viðskiptavini í Bónus inni í versluninni í hálftíma eða svo?

Ennfremur, ef allir viðskiptavinirnir nema einn væru samþykkir frelsisskerðingunni, myndi það einhverju breyta um réttmæti aðgerða Þögla minnihlutans?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafðu engar áhyggjur af þessu. Gestapo sérsveitin hans Björns Bjarnasonar verður bráðum orðin það fjölmenn og öflug að hún getur barið niður hvaða mótmæli sem kellingarnar í vesturbænum hrinda af stað gegn of háu matvælaverði!

Ég geri ráð fyrir því að þú sért einn af þeim sem finnst asnalegt að mótmæla, en ef fólk ætlar að gera það, þá eigi það bara að standa með skilti niðri á Austurvelli í þögn, þangað til löggan skipar þeim að fara heim.

Nú ætla ég að útskýra fyrir þér muninn á td. Frakklandi, þjóðfélagi þar sem fólk mótmælir og svo Bandaríkjunum, þar sem enginn mótmælir. Munurinn er afar einfalldur. Í Frakklandi eru stjórnvöld hrædd við almenning, en í Bandaríkjunum er almenningur hræddur við stjórnvöld, rétt eins og í gamla Sovét, nú eða þriðja ríki Hitlers á millistríðsárunum.

Í hvernig þjóðfélagi vilt þú búa?

Heimir Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 08:48

2 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Sæll Heimir,

Mæli með að þú svarir spurningunum í færslunni áður en þú gerir mér upp skoðanir.

Ég er almennt á móti ofbeldi alveg sama hver beitir því stjórnvöld eða almenningur.

Oddgeir Einarsson, 31.3.2008 kl. 09:49

3 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Er það þá algjört grundvallaratriði að fólk verði að brjóta lög til þess að geta komið skoðunum sínum á framfæri? Er ekki hægt að mótmæla án þess að gerast lögbrjótur?

Ég hélt að í þjóðfélagi þar sem að ríkir tjáningarfrelsi þá þyrfti fólk ekki að fara í svona aðgerðir. Fólk hefur svo margar aðrar leiðir heldur en að brjóta lög til þess að koma skoðunum sínum á framfæri. Ég held að fólk noti mótmælin ekki bara til þess að koma á framfæri sínum skoðunum, heldur sé það að fá útrás fyrir einhverja reiði í garð þeirra sem ráða. Mér finnst að stjórnvöld eigi að taka mjög hart á þessum mótmælum vörubílstjóranna, ekki af því að ég sé ekki sammála þeim, heldur af því að ég er á móti aðferðinni. Tilgangurinn helgar ekki meðalið.

Jóhann Pétur Pétursson, 31.3.2008 kl. 15:25

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvað ætli þessir sömu vörubílstjórar mundu gera ef einhver ósáttur húsvörður stigagangs þeirra mundi meina þeim inngöngu inn á eigið heimili til að mótmæla kjörum sínum? Eða einhver ósáttur borgarstarfsmaður í viðhaldsdeild mundi loka götunni þeirra í sama tilgangi.

Þessir sömu vörubílstjórar væru ekki lengi að hringja á lögguna og beinlínis grátbiðja hana um að mæta á staðinn og fjarlægja viðkomandi!

Stigsmunur en ekki eðlis. 

Geir Ágústsson, 3.4.2008 kl. 18:38

5 identicon

Það má velta fyrir sér hvort minnihlutinn teldist vera þögull þegar hann lokaði fólk inni í Bónus. Jafn vel má velta því fyrir sér hvort hann teldist jafnvel vera hávær gasprari og froðusnakkur.

Máni Atlason (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 02:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband