Ótrúleiki Vinstri grænna

Í þessu Helguvíkurmáli þá telja þeir að úrskurður umhverfisráðherra eigi að litast af pólitískum skoðunum. Þeir hamra á því að úrskurða hefði átt gegn lögaðilanum og sjá til hvort hann leitaði réttar síns fyrir dómi. Hamrað er á því að náttúran eigi að njóta vafans.

Það er  gersamlega fráleitt að ætla það að umhverfisráðherra eigi að teygja lögin í þá átt að umhverfi sé sem ósnortnast, landbúnaðarráðherra þannig að bændur hafi það sem best, o.s.frv.

Í stjórnsýslurétti gildir hins vegar sú regla að ákvarðanir stjórnvalda verði að byggjast á lögum. Löggjafinn ákveður hversu mikið vægi umhverfisvernd eigi að hafa, vernd bænda, o.s.frv. Pólitískar skoðanir ráðherra eiga engu að skipta um það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband