24.7.2008 | 17:47
Ólympíuleikar í hræsni?
Ljóst er að alþjóða ólympíusambandið gerir strangar kröfur þegar kemur að því að velja ólympíunefndarmenn í löndum sem keppa á leikunum. Svo virðist sem pólitískar ráðningar hafi fellt Íraka. Ég hef ekkert við þá niðurstöðu að athuga.
Athyglisvert er að bera þetta saman við kröfur til þess lands sem fær að halda leikana. Hver ætli skipi kínversku ólympíunefndina? Ætli það sé lýðræðislega kjörin stjórn sem virðir grundvallarmannréttindi eða sama einræðisstjórn og lét skriðdreka aka yfir stúdenta sem vildu tjá skoðanir sínar hér um árið og telur sig ekki þurfa að afsaka það?
Írökum meinuð þátttaka á Ólympíuleikunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.